Hraun fossar ofan í Melhólsnámu: „Bagalegt“ að missa námuna Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 19:38 Hraunið hefur náð Melhólsnámu. Vísir/Vilhelm Hraunið sem kemur upp úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni fossar nú ofan í Melhólsnámu, sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Þetta staðfestir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís. Hann segir bagalegt að missa námuna en efni sé þó til staðar til að hækka varnargarðana. Greint var frá því í dag að ákveðið hefði verið að hækka varnargarðana norðaustan við Grindavík. Ari segir að viðbúið hafi verið að hraunið næði að renna ofan í námuna, fram hjá varnargörðum sem reistir höfðu verið við hana. Undanfarna daga hafi verið unnið að því að moka efni upp úr námunni til notkunar við byggingu varnargarða. Um hádegisbilið í dag hafi verið ákveðið að fjarlægja allar vinnuvélar úr námunni. Streymir frá námunni Ísak Finnbogason, drónamyndatökumaður, er á svæðinu og streymir myndefni úr dróna af hrauninu flæða ofan í námuna. Streymið má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt að er spóla til baka og sjá hraunið brjóta sér leið ofan í námuna. Það gerðist klukkan 19:00. Unnið hörðum höndum að því að hækka garðana Ari segir að unnið sé að því að undirbúa hækkun varnargarðana. Verið sé að ýta saman efni og leggja vegi til þess að geta hafist handa við sjálfa hækkunina. Hann segir þó ekki öruggt að unnt verði að hækka garðana í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir garðana. „Það vitum við náttúrulega aldrei, en það er þess virði að taka afstöðu núna og hækka garðana til þess að gera það sem hægt er. En það er óvíst hvernig framgangurinn er og hversu mikið flæði kemur og hvenær það kemur að okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira