Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. mars 2024 20:17 Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði og að frumvarpið gangi ekki nógu langt. Vísir/Sigurjón Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“ Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“
Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31
Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01