Fótbolti

Pól­land vann gegn tíu Eistum og mætir Wales

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jakub Piotrowski fagnar þriðja marki Pólverja með Jan Bednarek
Jakub Piotrowski fagnar þriðja marki Pólverja með Jan Bednarek Adam Nurkiewicz - UEFA/UEFA via Getty Images

Ísland er ekki eina liðið sem keppir í umspili Evrópumótsins. Wales mun mæta Póllandi og Georgía mætir Grikklandi í úrslitaleikjum um sæti á EM í sumar. 

Ísland, Ísrael, Bosnía/Hersegóvína og Úkraína eru saman á B-leiðinni. 

Á A-leið mættust Wales og Finnland annars vegar, Pólland og Eistland hins vegar. 

Pólland vann 5-1 gegn tíu Eistum. Eistinn Maksim Paskotsi var rekinn af velli í stöðunni 1-0. 

Pólverjar munu mæta Wales í úrslitaumspilsleiknum. Wales vann 4-1 sigur gegn Finnlandi. David Brooks, Neco Williams, Brennan Johnson og Dan James skoruðu mörk Walesverja, Teemu Pukki setti boltann í netið fyrir Finna. 

Úrslitaumspilsleikur Wales og Póllands mun fara fram á Cardiff City leikvanginum í Wales. 

Á C-leið mættust Georgía og Lúxemburg í fyrri leik og Grikkaland keppti gegn Kasakstan í seinni leik. 

Georgía vann góðan 2-0 sigur í fyrri leiknum með tveimur mörkum frá Budu Zivzivadze. Þeir munu því mæta Grikklandi sem vann öruggan 5-0 sigur gegn Kasakstan. 

Úrslitaumspilsleikur þeirra mun fara fram í Georgíu á Boris Paichadze Dinamo leikvanginum í Tbilisi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×