Starfslok Geirs staðfest í bæjarstjórn Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 10:31 Geir Sveinsson lætur af störfum sem bæjarstjóri í dag eftir að hafa sinnt starfinu í tvö ár. Tillaga að starfslokasamningi Geirs Sveinssonar var samþykkt í bæjarstjórn í morgun. Geir hefur gegn starfi bæjarstjóra síðustu tvö ár og lætur strax af störfum. Helga Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Hveragerðisbæjar, verður staðgengill bæjarstjóra þangað til nýr bæjarstjóri verður ráðinn. Geir fær greidd laun vegna starfsloka í samræmi við ráðningarsamning. Geir var með 1.750.000 í mánaðarlaun sem bæjarstjóri. Í ráðningarsamningi er kveðið á um sex mánaða uppsagnarfrest á samningi en að þau falli fái hann starf annar staðar. Séu nýju launin lægri falla þau ekki niður heldur skerðist greiðslan. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefur verið falið að finna arftaka Geirs. Þar til þeirri leit lýkur mun Helga sinna starfi bæjarstjóra. Helga Kristjánsdóttir er staðgengill bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Helga Sjálfstæðismenn sátu hjá Þar kemur einnig fram að tillagan um starfslok hans hafi verið samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en fulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði sátu hjá við afgreiðsluna. Geir sagði í yfirlýsingu í gær að það væri léttir að losna undan „eitraðri menningu minnihlutans“. Hann hefði viljað ljúka sínu starfi en að það væri ákveðinn léttir að hætta. „Sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði leiddi Geir mörg krefjandi verkefni farsællega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur,” segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í tilkynningu frá bænum. Í tilkynningu segir að frá því að hann tók við störfum hafi verið unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. „Það voru forréttindi að fá að starfa sem bæjarstjóri í Hveragerði. Mér var vel tekið af starfsfólki og íbúum. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla að ég láti nú af störfum. Um það vorum við meirihlutinn í bæjarstjórn sammála. Ég stíg sáttur frá borði og er stoltur af þeim verkefnum sem við komum til leiða. Ég á eftir að sakna samstarfsfólks míns en óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. Þá vil ég skila þakklæti fyrir samstarfið til meirihlutans í Okkar Hveragerði og Framsókn með velfarnaðaróskum í komandi verkefnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitarfélaginu,” segir Geir Sveinsson. Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Geir fær greidd laun vegna starfsloka í samræmi við ráðningarsamning. Geir var með 1.750.000 í mánaðarlaun sem bæjarstjóri. Í ráðningarsamningi er kveðið á um sex mánaða uppsagnarfrest á samningi en að þau falli fái hann starf annar staðar. Séu nýju launin lægri falla þau ekki niður heldur skerðist greiðslan. Í tilkynningu frá bænum kemur fram að forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs hefur verið falið að finna arftaka Geirs. Þar til þeirri leit lýkur mun Helga sinna starfi bæjarstjóra. Helga Kristjánsdóttir er staðgengill bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri er ráðinn. Helga Sjálfstæðismenn sátu hjá Þar kemur einnig fram að tillagan um starfslok hans hafi verið samþykkt með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en fulltrúar minnihlutans í D-listanum í Hveragerði sátu hjá við afgreiðsluna. Geir sagði í yfirlýsingu í gær að það væri léttir að losna undan „eitraðri menningu minnihlutans“. Hann hefði viljað ljúka sínu starfi en að það væri ákveðinn léttir að hætta. „Sem nýr bæjarstjóri hjá nýjum meirihluta í Hveragerði leiddi Geir mörg krefjandi verkefni farsællega. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og óskum honum alls hins besta í þeim verkefnum sem hann tekur sér næst fyrir hendur,” segir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar í tilkynningu frá bænum. Í tilkynningu segir að frá því að hann tók við störfum hafi verið unnið að fjölbreyttum verkefnum eins og stækkun leik- og grunnskóla, ný sorphirða verið innleidd, vinnu við stækkun íþróttahúss hrint úr vör sem og vinnu við hönnun nýs gervigrasvallar. Þá var ráðist í stefnumótun og breytingar á skipuriti bæjarins, fræðslu- og velferðarsviði komið á fót, lækkun leikskólagjalda, frístundastyrkur hækkaður verulega og fráveitumál eru komin á áætlun. „Það voru forréttindi að fá að starfa sem bæjarstjóri í Hveragerði. Mér var vel tekið af starfsfólki og íbúum. Það er hins vegar svo að stundum gengur fólk ekki í takt og því er farsælast fyrir alla að ég láti nú af störfum. Um það vorum við meirihlutinn í bæjarstjórn sammála. Ég stíg sáttur frá borði og er stoltur af þeim verkefnum sem við komum til leiða. Ég á eftir að sakna samstarfsfólks míns en óska þeim velfarnaðar í komandi verkefnum. Þá vil ég skila þakklæti fyrir samstarfið til meirihlutans í Okkar Hveragerði og Framsókn með velfarnaðaróskum í komandi verkefnum. Það eru spennandi tímar framundan hjá sveitarfélaginu,” segir Geir Sveinsson.
Hveragerði Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53