„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 22. mars 2024 23:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“ Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Málið var áfram rætt á alþingi í dag undir liðnum störf þingsins. Sagði Halla Signý Kristinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins að Framsókn hefði með þessu tryggt að íslenska páskalambið rynni ljúflega niður í ár. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði að frumvarpið hefði í raun verið gallað og ríkisstjórnarflokkarnir hefðu bæði brugðist neytendum og bændum. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var á sama máli þegar rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann segir það kaldhæðnislega staðreynd að í sömu vikunni sé verið að ríkisvæða tryggingarfélag og slátra allri samkeppni í grein þar sem samkeppnin var ekki mikil fyrir. „Þannig að þetta er svolítið svört vika fyrir þá sem telja að ríkið eigi ekki að vera á samkeppnismörkuðum og telja kannski að heilbrigð samkeppni sé eitthvað sem komi neytendum betur heldur en einhverjar stýringar að ofan,“ segir Sigmar. Hefurðu einhverjar athug asemdir við lögin sjálf? Hverjar heldurðu að afleiðingarnar kynnu að verða? „Ég held að fólk sé ekki farið að átta sig á því hvað þetta getur haft ótrúlega slæmar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir bændur og neytendur. “ Hann tekur matvælaframleiðendurna Kaupfélag Skagfirðinga, SS, fyrirtæki MATA fjölskyldunnar og Stjörnugrís sem dæmi. „Þetta eru allt mjög vel stöndug fyrirtæki. Núna er þeim heimilt að gera nákvæmlega það sama, með löglegum hætti, og Samskip og Eimskip gerðu í ólöglegu samráði á flutningamarkaði. Nú er þetta bara heimilt,“ segir Sigmar. „Það er búið að taka út allt eftirlit. Það er búið að taka út allt sem segir að menn megi ekki hafa ólöglegt verðsamráð og skipta á milli sín mörkuðum. Það er bara algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi.“ Hann segir ástæðu fyrir því að Samkeppniseftirlitið sé til og fyrir því að eftirlitið hafi margoft stigið inn í þegar svínað hefur verið á neytendum með ólögmætum hætti. „Og ég skil ekki hvað menn eru andvaralausir gagnvart því að auðvitað geti það gerst hjá kjötafurðastöðvum og á þeim markaði, bara rétt eins og alls staðar annars staðar. Þannig að þetta er ekki gott.“
Landbúnaður Alþingi Viðreisn Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira