Meta hvort hægt sé að nota hluta námunnar aftur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. mars 2024 21:26 Arnar Smári Þorvarðarson byggingartæknifræðingu hjá Verkís Vísir/Arnar Undirbúningur fyrir hækkun varnargarðanna norðan við Grindavík hefur staðið yfir í dag. Þá ætla sérfræðingar einnig að leggja mat á hvort hægt verði að sækja til þess efni í Melhólsnámu, eftir að hraun flæddi inn í hana í gær. „Við munum opna að norðanverðu í námuna og skoða hvort það sé ekki eitthvað sem við getum nálgast,“segir Arnar Smári Þorvarðarson byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Hallgerður ræddi við hann í Kvöldfréttum. „Það kemur aðeins á óvart hvað það skuli ennþá verið að renna í þetta. Við munum bara skoða. Sjá hvort við finnum efni sem við getum nýtt,“ bætir hann við. Hraunið rann upp að varnargörðunum, þarf þá að hækka garðana? „Já. Þar sem hraunið rann að lækkaði svolítið fyrir aftan það og þrýstist upp að varnargarðinum og stoppaði þar. Við erum að skoða og undirbúa það að gera vegi inn með, til þess að geta flutt efni að þeim. Og munum svo fara upp á varnargarðinn og hækka þar upp, og eitthvað áleiðis til suðurs á garðinn sem er hér að austanverðu.“ Vinnumenn Verkís höfðu í hug að taka sér pásu frá byggingu garðanna síðustu helgi en á laugardagskvöldið hófst eldgos á ný. Arnar Smári segir þá þó ætla að hvíla sig um helgina. „Við vinnum í nótt, fram til laugardagsmorguns, og byrjum svo aftur á mánudagsmorgunn. Við erum búin að vinna stanslaust hérna á ellefu tíma vöktum. Þegar við ætluðum að stoppa síðasta laugardag kom eldgos sem riðlaði því öllu saman. Og menn eru búin að vinna hérna stanslaust alla daga. Þannig að við ætlum að stoppa á morgun og sunnudag og byrja aftur á mánudag.“ Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
„Við munum opna að norðanverðu í námuna og skoða hvort það sé ekki eitthvað sem við getum nálgast,“segir Arnar Smári Þorvarðarson byggingartæknifræðingur hjá Verkís. Hallgerður ræddi við hann í Kvöldfréttum. „Það kemur aðeins á óvart hvað það skuli ennþá verið að renna í þetta. Við munum bara skoða. Sjá hvort við finnum efni sem við getum nýtt,“ bætir hann við. Hraunið rann upp að varnargörðunum, þarf þá að hækka garðana? „Já. Þar sem hraunið rann að lækkaði svolítið fyrir aftan það og þrýstist upp að varnargarðinum og stoppaði þar. Við erum að skoða og undirbúa það að gera vegi inn með, til þess að geta flutt efni að þeim. Og munum svo fara upp á varnargarðinn og hækka þar upp, og eitthvað áleiðis til suðurs á garðinn sem er hér að austanverðu.“ Vinnumenn Verkís höfðu í hug að taka sér pásu frá byggingu garðanna síðustu helgi en á laugardagskvöldið hófst eldgos á ný. Arnar Smári segir þá þó ætla að hvíla sig um helgina. „Við vinnum í nótt, fram til laugardagsmorguns, og byrjum svo aftur á mánudagsmorgunn. Við erum búin að vinna stanslaust hérna á ellefu tíma vöktum. Þegar við ætluðum að stoppa síðasta laugardag kom eldgos sem riðlaði því öllu saman. Og menn eru búin að vinna hérna stanslaust alla daga. Þannig að við ætlum að stoppa á morgun og sunnudag og byrja aftur á mánudag.“
Varnargarðar á Reykjanesskaga Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira