Innlent

Varað við gasmengun í Reykja­nes­bæ

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mengun frá gosinu gæti borist til byggða vegna breyttrar vindáttar í kvöld.
Mengun frá gosinu gæti borist til byggða vegna breyttrar vindáttar í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum varar við hugsanlegri gasmengun í Reykjanesbæ vegna breytilegri vindátt í kvöld. Mælt sé með því að fólk í viðkvæmum hópum hafi glugga lokaða og slökkvi á loftræstingu.

Talsverð gasmengun mældist í Grindavík síðdegis í dag samkvæmt því er segir á vef Veðurstofunnar. Snúast mun í austan- og suðaustanátt í kvöld að mati veðurvaktarinnar og því berist mengunin norður til Reykjanesbæjar.

Lögreglan segir að fólk í Sandgerði og Garðinum gæti hugsanlega fundið fyrir menguninni í kvöld.

Annað kvöld lægir og þá er ekki líklegt að gasmengun berist til byggða langt frá gosstöðvunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×