Ítalski píanistinn Maurizio Pollini látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 12:36 Maurizio Getty/VIncenzo Lombardo Margrómaði píanistinn Maurizio Pollini lést í gær 23. mars 82 ára að aldri. Tilkynning barst í gær frá óperuhúsinu í Mílanó, La Scala, þar sem hann var tíður flytjandi. Pollini hefur heillað alþjóð með píanóleik sínum í rúmlega sextíu ár. Hann naut mikillar virðingar annarra tónlistarmanna. Maurizio Pollini var fjölhæfur flytjandi og flutti hann verk í mörgum stílum eftir ótal tónskáld. Hvað stílinn hans varðar þótti hann mikill fullkomnunarsinni og spilaði hann allt kristaltært og skýrt, án óþarfa skreytinga. Slík nálgun féll ekki í kram allra, en sumum gagnrýnendum þótti spilamennskan ópersónuleg og tilfinningasnauð. Öðrum fannst nálgunin stórkostleg. Lesa má frekar um ævistörf Pollini til dæmis í þessari grein Washington Post. Víkingur Heiðar minntist píanistans á Facebook í gær. Þar rekur hann skemmtilega hvernig deilt var um ágæti píanistans á æskuheimili hans, faðir hans hafi verið hrifinn en ekki móðir. Tónlist Ítalía Andlát Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Maurizio Pollini var fjölhæfur flytjandi og flutti hann verk í mörgum stílum eftir ótal tónskáld. Hvað stílinn hans varðar þótti hann mikill fullkomnunarsinni og spilaði hann allt kristaltært og skýrt, án óþarfa skreytinga. Slík nálgun féll ekki í kram allra, en sumum gagnrýnendum þótti spilamennskan ópersónuleg og tilfinningasnauð. Öðrum fannst nálgunin stórkostleg. Lesa má frekar um ævistörf Pollini til dæmis í þessari grein Washington Post. Víkingur Heiðar minntist píanistans á Facebook í gær. Þar rekur hann skemmtilega hvernig deilt var um ágæti píanistans á æskuheimili hans, faðir hans hafi verið hrifinn en ekki móðir.
Tónlist Ítalía Andlát Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira