Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. mars 2024 22:33 Brettafélag Hafnarfjarðar flytur í nýja aðstöðu í apríl sem er á við bestu aðstæður meginlandsins að sögn framkvæmdastjórans. Stöð 2 Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. „Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“ Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“
Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira