Fjandinn laus þegar málshættina vantar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2024 21:26 Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Aðsend Framkvæmdastjóri hjá Nóa Síríus segir páskaeggjavertíðinni senn lokið hjá fyrirtækinu, og að síðustu egg fari brátt úr húsi á lager fyrirtækisins. Að mörgu þurfi að huga við gerð eggjanna, en mikilvægastir séu málshættirnir. Fjarvera þeirra í eggjum landsmanna geti jafnvel eyðilagt hátíðarnar fyrir einhverjum. Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón. Páskar Sælgæti Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Páskarnir eru á næsta leyti og nammigrísir landsins eflaust farnir að setja sig í stellingar. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók forskot á sæluna í beinni útsendingu frá lager Nóa Síríus, gæddi sér á páskaeggi sem brotnaði, og ræddi við Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Hann sagði síðustu egginn á leið út af lagernum. „Þetta er búin að vera löng og ströng vertíð og bara gaman að henni sé að ljúka hjá okkur. En auðvitað eru sölumennirnir úti á markaðnum á fullu að laga til og fylla á,“ sagði Auðjón. Enginn skákar klassíska egginu Auðjón segir mikla þróun hafa átt sér stað á páskaeggjamarkaði síðustu ár. Nefnir hann þar svokölluð „nammiegg“, þar sem súkkulaðið í eggjunum inniheldur líka einhvers konar sælgæti, á borð við lakkrís, karamellu eða annað slíkt. Í ár sé til að mynda ein nýjunganna egg sem byggist á Bragðarefnum, einum vinsælasta ísrétti þjóðarinnar. „Þessu hefur verið að fjölga. Alltaf fleiri og fleiri tegundir og skemmtilegheit, en þrátt fyrir það þá er klassíska eggið ennþá vinsælast.“ Málshættirnir mikilvægastir Á hverju ári komi þá upp alls konar vandkvæði í framleiðslu. Þannig hafi vitlausir hlutir ratað í egg og jafnvel tattúlímmiði, sem átti ekkert erindi í páskaeggið. Mikilvægastir séu þó málshættirnir. „Hjá Íslendingum þá er þetta mjög heilagt. Þannig að það má aldrei vanta málshátt. En því miður, þetta er handgert og það getur gerst að það fari eitt og eitt egg út án málsháttar. Þá fáum við sannarlega hringingar og pósta og annað og, já, nánast eyðileggjum páskana fyrir fólki. Þessa gleðitíð,“ sagði Auðjón.
Páskar Sælgæti Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira