„Öll félög á Íslandi vilja KR í efstu deild“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 08:01 Jakob Örn hefur verið brosandi síðan á mánudag. Vísir/Sigurjón KR tryggði sér í gær sæti í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en gengið hefur á ýmsu í Vesturbænum síðustu misseri. Skýr sýn var hjá félaginu fyrir leiktíðina og hún skilaði sér. Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR Subway-deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Stjórnarskipti urðu í körfuboltanum fyrir síðustu leiktíð eftir brösugan rekstur í kringum kórónuveirufaraldurinn og uppsafnaðar skuldir fyrri stjórnar. Undir nýrri stjórn gekk illa á snúa hlutunum við og KR, sem hafði orðið Íslandsmeistari sex ár í röð frá 2013 til 2019, var skyndilega fallið úr efstu deild. Jakob Sigurðarson tók við þjálfun KR-liðsins í sumar og beið hans ærið verkefni að snúa hlutunum við í Vesturbæ. „Við eigum heima í efstu deild. Ég held að það sé alveg skýrt. Allir KR-ingar vilja það og ég held að öll félög á Íslandi vilji KR í efstu deild. Þetta er stórt félag með mikla sögu og það vilja flestir hafa stóru félögin í efstu deild,“ segir Jakob eftir að hafa stýrt KR aftur upp í fyrstu tilraun. KR tryggði sér deildartitilinn með sigri á Ármanni í Laugardalshöll í gær, í lokaumferð deildarinnar. Byggt upp á uppöldum KR-ingum Eftir þennan erfiða vetur í fyrra, þar sem stúkan var meira og minna tóm og andinn í kringum liðið þungur, var tekin ákvörðun um að fá unga KR-inga heim víða af landinu. Jakob segir andann hafa verið allt annan og þá hefur ekki sést álíka mæting í Vesturbænum í nokkur ár, og það í 1. deild. „Þetta er alveg öfugt við það sem var í fyrra. Andrúmsloftið og stemningin á æfingum, utan æfinga og allt það var frávær í allan vetur. Ég held það hafi sýnt sig mjög vel inni á vellinum. Þeir spiluðu saman, þetta var lið, þeir voru allir með sama markmið, að vinna leiki, fara ftur upp og það skein í gegn þegar við vorum að spila,“ segir Jakob. „Fólkið í stúkunni var mjög ánægt með það, hef ég heyrt og séð. Mætingin var rosalega góð í allan vetur, besta mæting hjá KR í nokkur ár. Heilt yfir er þetta mjög ánægjulegt,“ „Þegar fólkið í stúkunni sér svona stráka sem vinna saman, gleðjast fyrir hvern annan og hvetja hvern annan sama hvernig gengur smitar það út frá sér,“ segir Jakob. Þurfa að halda hópinn Jakob er strax kominn með hugann við Subway deildina að ári og ljóst að eitthvað þarf að styrkja liðið. Hann hefur nægan tíma til þess enda leiktíðinni lokið óvenju snemma. KR hefur lokið leik á meðan næstu átta lið fyrir neðan fara nú í umspil um að fylgja KR upp. Þrátt fyrir að styrkingar sé þörf megi liðið hins vegar ekki týna KR-kjarnanum og þar af leiðandi þeim gildum og samheldni sem hefur skapast í vetur. „Við þurfum að nýta þetta og byggja ofan á þetta. En það er gríðarlegur munur á fyrstu og efstu deild í körfuboltanum. Við vitum það alveg og vitum að við þurfum að styrkja hópinn. Á sama tíma megum við ekki tapa því sem var að virka og var svo jákvætt hérna. Það er þessi kjarni sem við þurfum að halda í og byggja í kringum hann,“ segir Jakob. Fréttina má sjá að ofan en viðtalið í heild að neðan. Klippa: Jakob gerir upp leiktíðina hjá KR
Subway-deild karla KR Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn