„Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 11:01 Erika Nótt Einarsdóttir vakti mikla athygli um helgina þegar hún vann sögulegan sigur á Norðurlandamóti. @erika_nott_ Hin sautján ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandsmeistaratitil í hnefaleikum og hún ræddi afrekið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan. Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira