„Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 11:01 Erika Nótt Einarsdóttir vakti mikla athygli um helgina þegar hún vann sögulegan sigur á Norðurlandamóti. @erika_nott_ Hin sautján ára gamla Erika Nótt Einarsdóttir varð um síðustu helgi fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandsmeistaratitil í hnefaleikum og hún ræddi afrekið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan. Box Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira
Erika Nótt er þrátt fyrir ungan aldur búin að vera lengi í hnefaleikum. „Ég byrjaði fyrir sex árum og var því ellefu ára gömul þegar ég byrjaði,“ sagði Erika Nótt Einarsdóttir en hvernig stóð á því? „Ég spurði vinkonu mína: Hvað myndi þér finnast ef ég byrjaði í boxi? Hún svaraði að henni myndi finnast það ótrúlega skrýtið. En ég byrjaði bara samt og svo elskaði ég íþróttina,“ sagði Erika. „Ég vissi í raun ekkert um box þegar ég byrjaði en ég var líka rosalega ung. Svo hægt og rólega fór ég að elska íþróttina. Svo var þetta bara allt sem ég vildi gera,“ sagði Erika. Hún var búin að prófa aðrar íþróttir. „Ég vildi gera eitthvað öðruvísi. Ég var þá búin að æfa dans og ég æfði fimleika. Það var ekki alveg fyrir mig. Ég var þá búin að æfa fimleika í sjö ár og komst ekki í splitt,“ sagði Erika létt. Hnefaleikarnir hafa kannski á sér ímynd sem passar ekki alveg. „Ég er 54 kíló og er ekki mikið að rota fólk,“ sagði Erika í léttum tón en er það óvanalegt að byrja æfa box svona ungur? „Það er auðvitað best að byrja ungur að æfa box en það er óvenjulegt af því að foreldrar vilja kannski ekki að krakkarnir þeirra séu að fara í þessa íþrótt svona rosalega ung,“ sagði Erika. „Þetta hljómar kannski eins og hættuleg íþrótt en ég hef séð allt hættulegt gerast í íþróttum. Mig grunar að fótbolti og fimleikar séu alveg jafnhættulegar íþróttir,“ sagði Erika. „Það er kannski það besta fyrir hausinn minn að fá höfuðhögg en það er ekkert vont þannig séð. Flest sem við erum að gera er laust og þetta er rosalega mikið teknískt,“ sagði Erika. „Þetta er ekki: Ég ætla að neglan hann eða ég ætla að rota hana. Þetta er rosalega teknískt,“ sagði Erika. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir neðan.
Box Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira