„Galið að fara svona með opinbert fé“ Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 11:43 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri i Hafnarfirði segir galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. vísir/vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega samning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Höllu Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa. „Þetta rann ekki beint smurt í gegn. En það var augljóst að það var búið að ákveða að svona yrði þetta fyrir fundinn. Það var ekkert hlustað á okkur þegar við hreyfðum við mótmælum,“ segir Rósa. Illa farið með fé almennings Vísir greindi frá því í morgun að SÍS hafi gert samning við Höllu Gunnarsdóttur um að hún myndi setja saman ferla sem gangi út á að taka við kvörtunum vegna „kjörinna áreitara og ofbeldisseggja,“ eins og segir í bréfi Höllu þar sem hún lýsir því hvað hún ætli að gera og hvað hún fái greitt. Hún segist vilja fá 23 þúsund krónur á tímann, aðstoðarmann og skrifstofuaðstöðu hjá sambandinu. Rósa segir að svona nokkuð sé hægt að vinna með miklu hagkvæmari hætti. „Það er verið að ætla alltof háa upphæð í þetta og tíma. Það er galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. Og það er galið að fara svona með peninga almennings.“ Lyktar af pólitískri fyrirgreiðslu Rósa segir að til standi að greiða þennan reikning með fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem sé sérstakt. „Þarna er illa farið með fé skattgreiðenda. Það hversu ákveðið þetta fór í gegn ber í mínum huga dám af pólitískri fyrirgreiðslu. Það er galið að fara svona með fjármuni. Og tíminn sem ætlaður er í þetta, hann bara stenst ekki.“ Rósa segir þetta ekki í nokkru samhengi við það sem hún þekki af svipuðum málum. „Heima í héraði hefði maður fengið mannauðsstjóra og/eða öfluga sviðstjóra til að vinna svona mál. Ég man ekki eftir svona upphæðum þegar maður hefur þurft á aðkeyptri ráðgjöf að halda.“ Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kynferðisofbeldi Rekstur hins opinbera Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Þetta rann ekki beint smurt í gegn. En það var augljóst að það var búið að ákveða að svona yrði þetta fyrir fundinn. Það var ekkert hlustað á okkur þegar við hreyfðum við mótmælum,“ segir Rósa. Illa farið með fé almennings Vísir greindi frá því í morgun að SÍS hafi gert samning við Höllu Gunnarsdóttur um að hún myndi setja saman ferla sem gangi út á að taka við kvörtunum vegna „kjörinna áreitara og ofbeldisseggja,“ eins og segir í bréfi Höllu þar sem hún lýsir því hvað hún ætli að gera og hvað hún fái greitt. Hún segist vilja fá 23 þúsund krónur á tímann, aðstoðarmann og skrifstofuaðstöðu hjá sambandinu. Rósa segir að svona nokkuð sé hægt að vinna með miklu hagkvæmari hætti. „Það er verið að ætla alltof háa upphæð í þetta og tíma. Það er galið að setja 14 milljónir í verkefni sem þetta. Og það er galið að fara svona með peninga almennings.“ Lyktar af pólitískri fyrirgreiðslu Rósa segir að til standi að greiða þennan reikning með fé úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem sé sérstakt. „Þarna er illa farið með fé skattgreiðenda. Það hversu ákveðið þetta fór í gegn ber í mínum huga dám af pólitískri fyrirgreiðslu. Það er galið að fara svona með fjármuni. Og tíminn sem ætlaður er í þetta, hann bara stenst ekki.“ Rósa segir þetta ekki í nokkru samhengi við það sem hún þekki af svipuðum málum. „Heima í héraði hefði maður fengið mannauðsstjóra og/eða öfluga sviðstjóra til að vinna svona mál. Ég man ekki eftir svona upphæðum þegar maður hefur þurft á aðkeyptri ráðgjöf að halda.“
Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Kynferðisofbeldi Rekstur hins opinbera Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira