Flestir öryggishnappar vegna heimilisofbeldis Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2024 13:47 Tilefni þess að fólk fái öryggishnapp eru af ýmsum toga en flest málanna tengjast þó heimilisofbeldi. vísir/vilhelm Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt. „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skráð 117 færslur um öryggishnappa frá árinu 2015 í 106 málum,“ segir Helena Rós Sturludóttir samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Tuttugu tilvik á Suðurnesjum frá 2015 Sem sagt, í umferð eru 106 öryggishnappar sem fólk ber af ýmsum ástæðum. Eins og geta má nærri um tengjast öryggishnapparnir heimilisofbeldismálum en ástæðurnar geta verið af ýmsum toga. Vísir hefur til að mynda fengið upplýsingar um að menn hafi mátt sæta alvarlegum hótunum vegna tengsla sinna við fyrrverandi eiginkonur þekktra ofbeldismanna. Og bera því hnapp sem veitir þeim einskonar öryggistilfinningu, þó ekki taki langan tíma að framfylgja alvarlegum hótunum. Helena Rós hjá Ríkislögreglustjóra segir algengara að fólk óski þess að sími sé vaktaður en að notast sé við öryggishnapp.vísir/vilhelm Helena Rós kannaði málið en hún segir lögregluembættin sjálf sjá um að panta hnappa og eru þeir í vöktun hjá öryggisfyrirtæki. „Ekki liggja fyrir miðlægar upplýsingar frá öllum embættum er varðar notkun öryggishnappa en við upphaf árs 2022 var kannað með stöðuna. Þá kom fram að lögreglan í Vestmannaeyjum og á Norðurlandi Vestra höfðu aldrei nýtt sér öryggishnapp. Á Norðurlandi Eystra einu sinni, á Austurlandi og Suðurlandi í tveimur tilvikum og í þremur tilvikum á Vesturlandi. Frá árinu 2015 hafði öryggishnappur verið notaður á Suðurnesjum í 20 tilvika.“ 83 málanna tengdust heimilisofbeldi Hér er um að ræða fjölda hnappa sem hafa verið í notkun hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ekki fjöldi tilvika tengd þeim. Hvert embætti heldur utan um þetta fyrir sig og ekki er til miðlæg skrá. „Í einhverjum málum hefur þurft að skipta út hnappi eða hnappi verið skilað en svo fenginn aftur síðar. Í örfáum málum var úthlutað fleiri en einum hnappi,“ segir Helena Rós. Tölurnar sem Helena hefur aðgengilegar líta svona út: Af þessum 106 málum tengdust 83 heimilisofbeldi og átta til viðbótar sem mætti skilgreina sem kynbundið ofbeldi. „Ekki liggur fyrir tölfræði yfir hversu oft hnapparnir hafa verið notaðir í neyð.“ Helena Rós segir mun algengara að fólk láti vakta símanúmer frekar en að nota öryggishnapp. „Þannig var óskað í 242 tilvikum árið 2021 að vakta síma, 274 tilvikum árið 2022 og í 299 tilvikum á síðasta ári,“ segir Helena Rós.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Sjá meira