Veltir fyrir sér hvort hann sé dottinn úr tísku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. mars 2024 07:00 Þorsteinn V. Einarsson er gestur í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir skelegga framgöngu sína í umræðu um jafnrétti og málefni kynjanna. Hann segist nú velta því fyrir sér hvort hann eigi að halda miðli sínum Karlmennskunni áfram úti og segir mikið bakslag í umræðunni, auk þess sem harðvítug umræða um hann hafi haft sín áhrif á andlega heilsu hans. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Þorsteinn er gestur. Þorsteinn ræðir þar á hispurslausan hátt eiturlyfjanotkun sína á yngri árum, umræðuna undanfarin ár um Karlmennskuna og útgáfu bókar sinnar og eiginkonu hans Huldu Tölgyes um þriðju vaktina í haust. Hann ræðir líka mistökin sem hann gerði þegar hann nafngreindi starfsmann Bónuss og áhrifin sem umræðan hafði á hann. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Þorsteinn V. Einarsson Bakslag í dag „Það á eftir að breyta allskonar. Við erum í bakslagi í dag. Við erum að upplifa eitthvað sem við héldum að við myndum aldrei upplifa. Ég meina ég man í grunnskóla þegar við vorum að læra um söguna, Hitler og allan þennan viðbjóð þá man ég að ég hugsaði: „Hvað gerðist? Þetta mun aldrei gerast aftur.“ Við erum bara þar,“ segir Þorsteinn meðal annars í viðtalinu. „Við erum að tala um transfóbíu. Við erum tala um allskonar viðbjóð og ég held að við eigum eftir að sjá botninn í þessu, eða toppinn í bakslaginu. Það er eitthvað sem á eftir að gerast og mig langar ekki að labba í burtu frá þessu, mig langar ekki að hætta.“ Þorsteinn ræðir á hispurslausan hátt þær áskoranir sem hafa mætt honum í starfi sem kynjafræðingur. Vísir/Vilhelm „En þetta er orðið erfiðara, það er minna að gera hjá mér. Ég get alveg sagt það. Ég er búinn að fara inn í flest fyrirtæki bara á landinu með fyrirlestra og að tala um karlmennskuhugmyndir. Ég finn það klárlega að annaðhvort er ég dottinn úr tísku, annaðhvort eða að efniviðurinn bara, ég er búinn að metta markaðinn af þessu sem ég hef upp á að bjóða eða að fyrirtæki eru að halda að sér höndum. Og ég veit ekkert hvað það er,“ segir Þorsteinn. „Ég veit ekki hvort það sé af því að ég ruglaðist með Esther eða af því að einhver einstaklingur hati mig það mikið að hann er tilbúinn til þess að búa til eitthvað kjaftæði um mig til þess að klárlega bara skaða orðsporið mitt. Ég veit ekki hvað það er en maginn segir að ég þurfi aðeins að halda áfram.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Jafnréttismál Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira