Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 16:04 Lykilstjórnendur Öryggismiðstöðvarinnar sem hafa hafnað viðtölum vegna þjófnaðarins. Frá vinstri: Ómar Brynjólfsson, Auður Lilja Davíðsdóttir, Ragnar Jónsson og Ómar Örn Jónsson. FVH Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. „Almennt gilda strangir verkferlar um flutning verðmæta og of snemmt að segja hvort uppfæra þurfi einhverja hluta núverandi verkferla. Við erum sífellt að meta öryggisráðstafanir í okkar starfsemi og þær taka mið af áhættumati hverju sinni,“ segir í skriflegu svari Ómars til Mbl.is. „Öll verðmæti í flutningi eru vel skráð og nákvæm tala liggur því fyrir. Við veitum engar nánari upplýsingar um þjónustu okkar við viðskiptavini.“ Fram hefur komið að peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að á milli 20 og 30 milljónir hafi verið í bíl Öryggismiðstöðvarinnar þegar brotist var inn í hann á nokkrum sekúndum á mánudagsmorgun. Fréttastofa náði tali af Ómari í dag sem sagðist ekki vilja að tjá sig um málið nema skriflega. Fréttastofa hefur sent skriflega fyrirspurn á hann og aðra stjórnendur fyrirtækisins varðandi málið, en gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins, en án árangurs. Öryggismiðstöðin sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær, en þar var staðfest að það hefði verið bíll fyrirtækisins sem brotist var í. Ránsfenginn var að finna í töskum sem voru í bílnum, en í þeim var hagnaður úr spilakössum. Talið er að peningarnir hlaupi á um tuttugu til þrjátíu milljónum króna. Í tilkynningu Öryggismiðstöðvarinnar kom fram að litasprengjur væru í töskunum, sem ættu að springa þegar utanaðkomandi reyni að opna þær og valda skemmdum á innvolsinu. Töskurnar voru sjö talsins, en peningarnir voru einungis geymdir í tveimur þeirra. Þær fundust á víð og dreif í Mosfellsbæ í gær, en engin verðmæti var að finna í þeim. Blaðamaður hefur séð myndband úr öryggismyndavél sem sýnir þjófnaðinn. Þar sést hvernig bíll bakkar í átt að hvítum sendiferðabíl og nemur staðar, síðan ganga tveir menn rösklega úr bílnum og brjótast inn í sendiferðabílinn, taka þýfi úr honum og koma fyrir í bílnum sínum. Svo koma þeir sér undan. Þessi atburðarrás tekur öll innan við mínútu. Verðir Öryggismiðstöðvarinnar verða ekki varir við þjófnaðinn fyrr en nokkrum mínútum síðar. Á vef Öryggismiðstöðvarinnar er fjallað um ýmsa þjónustu sem Öryggismiðstöðin býður upp á og þar á meðal verðmætafluninga. Þar kemur fram að öryggisverðir og bifreiðar fyrirtækisins séu útbúnar með öflugum varnarbúnaði og samskiptabúnaði. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á vefsvæði fyrirtæksins: Mikilvægt er að tryggja að verðmæti séu flutt á milli staða með viðeigandi hætti og með öryggi að leiðarljósi. Þetta getur átt við um peningauppgjör, skjöl eða önnur mikilvæg gögn. Öryggismiðstöðin býður sérstaka þjónustu öryggisvarða við verðmætaflutninga. Fyllsta öryggis er gætt með sérhæfðri þjálfun þeirra sem að verðmætaflutningum koma og eru bæði öryggisverðir og bifreiðar útbúnar með öflugum varnar- og samskiptabúnaði. Mannanna tveggja er enn leitað, sem og Toyotu Yaris bílsins sem þeir notuðu við þjófnaðinn. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
„Almennt gilda strangir verkferlar um flutning verðmæta og of snemmt að segja hvort uppfæra þurfi einhverja hluta núverandi verkferla. Við erum sífellt að meta öryggisráðstafanir í okkar starfsemi og þær taka mið af áhættumati hverju sinni,“ segir í skriflegu svari Ómars til Mbl.is. „Öll verðmæti í flutningi eru vel skráð og nákvæm tala liggur því fyrir. Við veitum engar nánari upplýsingar um þjónustu okkar við viðskiptavini.“ Fram hefur komið að peningarnir voru í eigu Happdrætti Háskóla Íslands sem er afar umsvifamikið við rekstur spilakassa víða á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að á milli 20 og 30 milljónir hafi verið í bíl Öryggismiðstöðvarinnar þegar brotist var inn í hann á nokkrum sekúndum á mánudagsmorgun. Fréttastofa náði tali af Ómari í dag sem sagðist ekki vilja að tjá sig um málið nema skriflega. Fréttastofa hefur sent skriflega fyrirspurn á hann og aðra stjórnendur fyrirtækisins varðandi málið, en gerðar hafa verið ítrekaðar tilraunir til að ná í forsvarsmenn fyrirtækisins, en án árangurs. Öryggismiðstöðin sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær, en þar var staðfest að það hefði verið bíll fyrirtækisins sem brotist var í. Ránsfenginn var að finna í töskum sem voru í bílnum, en í þeim var hagnaður úr spilakössum. Talið er að peningarnir hlaupi á um tuttugu til þrjátíu milljónum króna. Í tilkynningu Öryggismiðstöðvarinnar kom fram að litasprengjur væru í töskunum, sem ættu að springa þegar utanaðkomandi reyni að opna þær og valda skemmdum á innvolsinu. Töskurnar voru sjö talsins, en peningarnir voru einungis geymdir í tveimur þeirra. Þær fundust á víð og dreif í Mosfellsbæ í gær, en engin verðmæti var að finna í þeim. Blaðamaður hefur séð myndband úr öryggismyndavél sem sýnir þjófnaðinn. Þar sést hvernig bíll bakkar í átt að hvítum sendiferðabíl og nemur staðar, síðan ganga tveir menn rösklega úr bílnum og brjótast inn í sendiferðabílinn, taka þýfi úr honum og koma fyrir í bílnum sínum. Svo koma þeir sér undan. Þessi atburðarrás tekur öll innan við mínútu. Verðir Öryggismiðstöðvarinnar verða ekki varir við þjófnaðinn fyrr en nokkrum mínútum síðar. Á vef Öryggismiðstöðvarinnar er fjallað um ýmsa þjónustu sem Öryggismiðstöðin býður upp á og þar á meðal verðmætafluninga. Þar kemur fram að öryggisverðir og bifreiðar fyrirtækisins séu útbúnar með öflugum varnarbúnaði og samskiptabúnaði. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á vefsvæði fyrirtæksins: Mikilvægt er að tryggja að verðmæti séu flutt á milli staða með viðeigandi hætti og með öryggi að leiðarljósi. Þetta getur átt við um peningauppgjör, skjöl eða önnur mikilvæg gögn. Öryggismiðstöðin býður sérstaka þjónustu öryggisvarða við verðmætaflutninga. Fyllsta öryggis er gætt með sérhæfðri þjálfun þeirra sem að verðmætaflutningum koma og eru bæði öryggisverðir og bifreiðar útbúnar með öflugum varnar- og samskiptabúnaði. Mannanna tveggja er enn leitað, sem og Toyotu Yaris bílsins sem þeir notuðu við þjófnaðinn.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Tengdar fréttir Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14 Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Þjófarnir ganga enn lausir og milljónirnar ófundnar Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. 27. mars 2024 11:14
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. 26. mars 2024 15:30