Fjölskylda í norðurljósaleit hrakin á brott af leiðsögumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2024 22:18 Katrín Harpa ætlaði að horfa á Norðurljósin með fjölskyldu sinni þegar leiðsögumenn frá Superjeep vísuðu þeim í burtu. Vísir/Vilhelm/Aðsent Fjölskylda sem ætlaði sér að horfa á norðurljósin á slóða rétt hjá Litlu kaffistofunni var rekin í burtu af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis. Mennirnir sökuðu fjölskylduna um að ónáða fólk sem hefði borgað dýrum dómi fyrir norðurljósaferð. Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta. Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta.
Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira