„Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. mars 2024 21:40 Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi 21-26. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan leikinn en HK sigldi fram úr undir lokin. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var afar ánægður með varnarleik liðsins. „Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum. HK Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
„Við erum búnir að spila þessa vörn í þrjú ár. Stundum lítur hún vel út og stundum ekki eins og allar varnir gera. Á góðum degi er erfitt fyrir liðin að finna lausn á þessari vörn en sum betri lið hafa gæði til að leysa hana. Í dag höfðum við yfirhöndina en ég var alltaf að bíða eftir því að þeir spiluðu 7 á 6,“ sagði Sebastian Alexandersson í viðtali við Vísi eftir leik. Sebastian var afar ánægður með vörn HK sem að hans mati þvingaði Víkinga í tapaða bolta ásamt því skoruðu Víkingar aðeins 21 mark. „Ég get sagt það að ég myndi ekki vilja vera í sókn gegn þessari vörn á góðum degi. Þú ferð að flýta þér með boltann og það kallar á mistök.“ Í síðari hálfleik var staðan jöfn 16-16 en þá komu þrjú mörk í röð hjá HK sem Sebastian var ánægður með. „Við vissum hvað þessi leikur þýddi. Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur, við fáum engan bikarúrslitaleik og erum ekki að fara í úrslitakeppnina. Við erum ekkert sloppnir það eru enn þá fjögur stig í pottinum og við erum bara einu stigi á undan. Við þurfum að vera á tánum og vinna næsta leik líka til þess að bjarga okkur.“ Ungstirnin Ágúst Guðmundsson og Haukur Ingi Hauksson spiluðu mikið í kvöld og Sebastian var ánægður með þeirra frammistöðu en skaut á umræðuna þar sem búið var að kalla eftir að þessir leikmenn myndu spila meira. „Þið sem fjallið um þetta verðið að skilja það að þið eruð ekki á æfingum. Menn standa sig misjafnlega vel á æfingum. Haukur er búinn að vera inn og út úr hóp og það hefur verið stigandi hjá honum á æfingum. Sömuleiðis með Ágúst sem hefur spilað vel með U-liðinu og það var kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri.“ Þetta var annar sigur HK eftir að tilkynnt var að Sebastian myndi ekki halda áfram með liðið og Halldór Jóhann Sigfússon tæki við eftir tímabilið. Aðspurður hvernig það hefur verið fyrir hann að þjálfa liðið eftir þær breytingar sagði Sebastian að það væri erfiðara fyrir hann sem manneskju en þjálfara. „Sem þjálfara er hausinn á leikmönnum eina áskorunin. Fyrir mig sem manneskju var það ekkert spes en við erum ekki að ræða það hér heldur handbolta.“ „Það kom slæmur tími hjá okkur út af ýmsum ástæðum og það tók langann tíma að ná liðinu aftur á strik. Ég var jákvæður fyrir þennan leik þar sem við erum á uppleið aftur,“ sagði Sebastian Alexandersson að lokum.
HK Olís-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira