Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 13:32 Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði bókina Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins árið 2021. Hún gagnrýnir harðlega meðferð alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu. Ísland standi hinum Norðurlöndunum langt að baki. Vísir Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Sjá meira
Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Sjá meira