„Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. mars 2024 14:36 Gosi segist hafa beðið Katrínu afsökunar vegna málsins. Vilhelm/Aðsend Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór. Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór.
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16