„Greinilega áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2024 20:18 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur vísir / hulda margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eðlilega súr og svekktur eftir eins stigs tap liðsins gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti