Handbolti

Bjarki Már og fé­lagar í góðri stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már og félagar eru í góðri stöðu eftir sigur kvöldsins.
Bjarki Már og félagar eru í góðri stöðu eftir sigur kvöldsins. Veszprém

Veszprém lagði Pick Szeged með sjö marka mun í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Þá fór Hákon Daði Styrmisson hamförum í þýsku B-deildinni.

Veszprém er ósigrandi heima í Ungverjalandi og því kom ekki á óvart að liðið hafi unnið Pick Szeged 37-30 í uppgjöri liðanna í Meistaradeild Evrópu. Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark í kvöld. Hugo Descat og Mikita Vailupau voru markahæstir með 7 mörk í liði Veszprém.

Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar. Sá síðari fer fram í næstu viku, þann 4. apríl.

Hákon Daði Styrmisson skoraði 17 mörk í 38-31 sigri Hagen á Lübeck-Schwartau í þýsku B-deildinni. Mörkin 17 komu úr aðeins 20 skottilraunum. Eyjamaðurinn hefur spilað frábærlega undanfarið en hann skoraði 10 mörk í síðasta leik.

Hagen er í 4. sæti B-deildarinnar með 34 stig, sex stigum á eftir Bietigheim sem er 2. sæti en tvö efstu liðin fara upp í úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×