Mikil aðsókn í neyðarskýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 12:30 Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli fyrir heimilislausa síðustu daga. Þá hafa margir dvalið þar í vetur. Vísir/Arnar Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira