Martin og félagar fengu skell gegn Fenerbahce Siggeir Ævarsson skrifar 29. mars 2024 19:42 Martin skoraði tólf í kvöld en það dugði skammt vísir/Getty Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin sáu aldrei til sólar í kvöld þegar liðið sótti tyrkenska liðið Fenerbahce heim í EuroLeague keppninni en lokatölur leiksins urðu 103-68. Heimamenn settu tóninn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 34 stig gegn aðeins 18 stigum Alba Berlin. Þeir tóku svo álíka sprett í þriðja leikhluta sem fór 31-13 og úrslitin löngu ráðin þrátt fyrir að tíu mínútur væru eftir af körfubolta, staðan 83-53 Fenerbahce í vil. Martin var næsta stigahæstur í liði Alba Berlin, skoraði tólf stig og bætti við tveimur stoðsendingum, en enginn leikmaður liðsins gaf fleiri en tvær slíkar í kvöld. Lið Alba Berlin hefur ekki riðið feitum hesti frá flestum leikjum sínum í Euroleague þetta tímabilið og aðeins landað fimm sigrum í 32 leikjum og er liðið neðst af þeim 18 liðum sem taka þátt í keppninni. Fenerbahce er aftur á móti í ágætis málum í 6. sæti en þetta var 20. sigur liðsins í keppninni. Á toppnum trónir lið Real Madrid sem hefur haft nokkra yfirburði, með 25 sigra í 31 leik. Leikurinn var alls ekki tíðindalaus þrátt fyrir yfirburði heimamanna en hinn bandaríski Nigel Hayes, leikmaður Fenerbahce, setti stigamet í EuroLeague þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 50 stig í leik. NEW RECORD FOR MOST POINTS IN A SINGLE EUROLEAGUE GAME!!! NIGEL HAYES-DAVIS 50 POINTS!!!! @NIGEL_HAYES l @FBBasketbol pic.twitter.com/MnWhGno792— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 29, 2024 Þess má til gamans geta að aðeins einn annar leikmaður Fenerbahce skoraði yfir tíu stig í kvöld og Hayes hefur að meðaltali skorað um 13 stig í leik í deildinni. Körfubolti Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Heimamenn settu tóninn strax í fyrsta leikhluta þar sem þeir skoruðu 34 stig gegn aðeins 18 stigum Alba Berlin. Þeir tóku svo álíka sprett í þriðja leikhluta sem fór 31-13 og úrslitin löngu ráðin þrátt fyrir að tíu mínútur væru eftir af körfubolta, staðan 83-53 Fenerbahce í vil. Martin var næsta stigahæstur í liði Alba Berlin, skoraði tólf stig og bætti við tveimur stoðsendingum, en enginn leikmaður liðsins gaf fleiri en tvær slíkar í kvöld. Lið Alba Berlin hefur ekki riðið feitum hesti frá flestum leikjum sínum í Euroleague þetta tímabilið og aðeins landað fimm sigrum í 32 leikjum og er liðið neðst af þeim 18 liðum sem taka þátt í keppninni. Fenerbahce er aftur á móti í ágætis málum í 6. sæti en þetta var 20. sigur liðsins í keppninni. Á toppnum trónir lið Real Madrid sem hefur haft nokkra yfirburði, með 25 sigra í 31 leik. Leikurinn var alls ekki tíðindalaus þrátt fyrir yfirburði heimamanna en hinn bandaríski Nigel Hayes, leikmaður Fenerbahce, setti stigamet í EuroLeague þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn til að skora 50 stig í leik. NEW RECORD FOR MOST POINTS IN A SINGLE EUROLEAGUE GAME!!! NIGEL HAYES-DAVIS 50 POINTS!!!! @NIGEL_HAYES l @FBBasketbol pic.twitter.com/MnWhGno792— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) March 29, 2024 Þess má til gamans geta að aðeins einn annar leikmaður Fenerbahce skoraði yfir tíu stig í kvöld og Hayes hefur að meðaltali skorað um 13 stig í leik í deildinni.
Körfubolti Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn