Newcastle reis upp frá dauðum í lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 14:39 Harvey Barnes tryggði Newcastle United sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Getty/Stu Forster Hamrarnir misstu frá sér frábæra stöðu á St. James Park í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Newcastle tryggði sér 4-3 sigur á West Ham með því að skora þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Leikurinn var frábær skemmtun, sjö mörk og mikið líf og fjör allan tímann. Harvey Barnes var hetjan því hann skoraði síðustu tvö mörkin eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 67. mínútu þegar Newcastle liðið var 3-1 undir. West Ham var 3-1 yfir í leiknum þegar Newcastle fékk sitt annað víti í leiknum á 75. mínútu. Það kveikti heldur betur í heimamönnum sem höfðu ekki litið allt of vel út lengstum í leiknum. Alexander Isak skoraði tvö mörk fyrir Newcastle en þau komu bæði úr vítum. West Ham menn hefðu hoppað upp að hlð Manhester United í sjötta sætinu með sigri og náð ennfremur sjö stiga forskot á Newcastle í töflunni. Nú munar bata einu stigi á þeim, West Ham er í sjöunda sætinu en Newscastle í áttunda sæti. Newcastle fékk draumabyrjun á sjöttu mínútu þegar Anthony Gordon fiskaði víti og Svíinn Alexander Isak skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. West Ham jafnaði á 21. mínútu og þar munaði mestu um frábæra stungusendingu frá Lucas Paqueta. Michail Antonio fékk boltann inn fyrir vörnin og skoraði laglega. Mohammed Kudus kom síðan West Ham síðan yfir á tíundu mínútu í uppbótatíma í fyrri hálfleik. Lucas Paqueta var fljótur að taka aukaspyrnu og Jarrod Bowen fann Kudus í framhaldinu. West Ham endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann seinni frábærlega. Bowen skoraði þá þriðja markið eftir að hafa sloppið í gegnum vörnina eftir skyndisókn og sendingu frá Kudus. Fimmtánda deildarmark Bowen á leiktíðinni. Það leit allt út fyrir útisigur. Newcastle menn vöknuðu þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Anthony Gordon fiskaði aðra vítaspyrnu á 76. mínútu og Alexander Isak fór aftur á punktinn og skoraði aftur af miklu öryggi. Newcastle menn héldu áfram og tókst síðan að jafna metin í 3-3 með marki frá Harvey Barnes á 83. mínútu. Hann fékk þá stungusendingu frá umræddum Isak. Barnes var ekki hættur því hann skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og kórónaði endurkomu Newcastle í leiknum. Ótrúlegur endurkomusigur í stórkostlegum fótboltaleik.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira