Ekki sjálfsagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo áratugi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2024 10:44 Skemman pökkuð á föstudagskvöld. Ásgeir Helgi Þrastarson Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár. Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Steingrímsfjarðarheiði var lokað eftir hádeg í gær vegna veðurs og er hún enn lokuð. Þá þurfti Icelandair að seinka flugi sínu frá Reykjavíkurflugvelli til Ísafjarðar í gær vegna veðursins. Það skaut skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður skelk í bringu þar sem von var á nýju holli af tónlistarmönnum með vélinni og fljúga átti flytjendum föstudagskvöldsins aftur suður. Allt gekk þó upp að lokum. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð.Ásgeir Helgi Þrastarson „Þetta var kannski upphaflega uppleggið að þessari hátíð að búa til tónlistarhátíð að hávetri á Ísafirði. Köld skemma, öllum líður jafn illa einhvern vegin. Það var uppleggið þannig að þetta var allt on brand,“ sagði Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Mikið fjör hafi verið á opnunarkvöldinu í gær, þar sem Lúðrasveit tónlistarskólans, Mugison, Emmsjé Gauti og GDRN spiluðu meðal annars. „Það var pakkað í skemmunni okkar frá fyrsta tóni Lúðrasveitar tónlistarskólans og þar til Celebs kláruðu um kvöldið,“ sagði Kristján. Í gærkvöldi var svo önnur eins veisla í boði, þar sem Birnir, Hipsumhaps, Helgi Björns, Of Monsters and Men, Bogomil Font, Ham og Inspektor Spacetime skemmtu lýðnum. „Ég hef eiginlega bara áhyggjur af því að maður tími ekki að fara að pissa eða eitthvað milli atriða, fá sér að borða eða drekka af því að maður vill helst ekki missa af neinu,“ sagði Kristján Freyr um tónlistarveisluna. Mugison syngur af mikilli innlifun.Ásgeir Helgi Þrastarson Fréttir af því að systkinahátíðirnar Fiskidagurinn mikli og Lunga leggi upp laupana séu sorglegar. Hann þakkar stuðningsfólki allt, enda sé ekki sjálfgefið að hátíð sem þessi lifi tvo áratugi. „Ég ætla bara að tileinka þessum hinum hátíðum þessa Aldrei fór ég suður í ár. Ég óska þeim alls að sólu í framtíðinni.“ GDRN sló í gegn. Ásgeir Helgi ÞrastarsonNanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men steig á sviðið bæði kvöldin. Ásgeir Helgi ÞrastarsonSannkölluð rokkhátíð.Ásgeir Helgi ÞrastarsonVampíra steig á stokk.Ásgeir Helgi ÞrastarsonGuðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lét sig auðvitað ekki vanta.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÁsgeir Helgi ÞrastarsonMugison og félagar á sviðinu.Ásgeir Helgi ÞrastarsonDr. Gunni í góðum gír.Ásgeir Helgi ÞrastarsonLúðrasveit tónlistarskólans setti hátíðina.Ásgeir Helgi ÞrastarsonÞað var mikið fjör á tónleikum Emmsjé Gauta á föstudag.Ásgeir Helgi Þrastarson
Ísafjarðarbær Tónleikar á Íslandi Aldrei fór ég suður Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira