Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 12:14 Toyota er mest selda bílategundin það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira