Bjarni mættur í Val og segir komu Gylfa hafa skipt máli Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:19 Bjarni Mark Duffield er genginn í raðir Valsmanna. Valur Bjarni Mark Duffield er mættur heim til Íslands úr atvinnumennsku í Noregi og mun spila á miðjunni með Valsmönnum í sumar, í Bestu deildinni í fótbolta. Bjarni, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir samning við silfurlið Vals sem gildir til næstu þriggja ára. Hann hefur leikið með Start í Noregi síðustu fimm ár en bætist nú í öflugan leikmannahóp Valsmanna sem svo sannarlega gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í ár, eftir að hafa einnig fengið til sín menn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Jónatan Inga Jónsson. Koma Gylfa átti sinn þátt í þeirri ákvörðun Bjarna að semja við Val. „Til dæmis það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi,“ segir Bjarni í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag. Mjög skýrt að þeir vildu mig í ákveðið hlutverk Ljóst er að Bjarna, sem á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, er ætlað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Val. „Þegar klúbbur með svona gott lið og þennan metnað sýnir áhuga þá lít ég á það sem ákveðna viðurkenningu fyrir mig. Það var mjög skýrt frá félaginu að þeir vildu fá mig í ákveðið hlutverk sem skiptir mig líka máli. Ég fann að þeir voru að horfa á mig sem persónu og karakter en ekki bara sem fótboltamann,“ segir Bjarni í tilkynningu Valsmanna. Þar lýsir hann sér sjálfum sem kraftmiklum leikmanni með mikinn metnað: „Ég tel mig vara ákveðinn karakter og ég vil vinna auk þess sem ég er all around góður í fótbolta. Ég mun gera það sem mér er sagt en aðallega einbeita mér að því að dekka réttu svæðin.“ Horfir á leikinn í Víkinni í kvöld Bjarni lék með Fjarðabyggð og KA áður en hann hélt til Noregs eftir að hafa spilað 22 leiki með KA í efstu deild sumarið 2018. Hann er kominn til landsins og mun fylgjast með leik Vals við Víkinga í Fossvoginum í kvöld, í Meistarakeppni KSÍ. „Það var ein ástæða þess að ég dreif mig strax heim því ég vil vera viðstaddur fyrsta leikinn. Tímabilið er einmitt að byrja í Noregi í dag og ég hef verið að æfa mjög vel og er í toppstandi. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á mína fyrstu æfingu og verða hluti af þessu frábæra félagi.“ Arnar Grétarsson þjálfari Vals kveðst ánægður með komu Bjarna sem hann segir passa vel inn í það sem þjálfarateymi Vals sé að hugsa: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna á Hlíðarenda, góður leikmaður sem gerir liðið og hópinn enn sterkari fyrir komandi átök. Áfram hærra,“ segir Arnar í tilkynningu Vals. Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Bjarni, sem er 28 ára gamall, skrifaði undir samning við silfurlið Vals sem gildir til næstu þriggja ára. Hann hefur leikið með Start í Noregi síðustu fimm ár en bætist nú í öflugan leikmannahóp Valsmanna sem svo sannarlega gera tilkall til Íslandsmeistaratitils í ár, eftir að hafa einnig fengið til sín menn á borð við Gylfa Þór Sigurðsson og Jónatan Inga Jónsson. Koma Gylfa átti sinn þátt í þeirri ákvörðun Bjarna að semja við Val. „Til dæmis það að fá Gylfa Sigurðsson til liðsins er risastórt og hjá mér var það alveg faktor í því að ég ákvað að koma í Val. Ég hef verið mikill aðdáandi Gylfa sem fótboltamanns og það að fá að upplifa það að æfa og spila með svona hæfileikaríkum leikmanni verður afar spennandi,“ segir Bjarni í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag. Mjög skýrt að þeir vildu mig í ákveðið hlutverk Ljóst er að Bjarna, sem á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland, er ætlað mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Val. „Þegar klúbbur með svona gott lið og þennan metnað sýnir áhuga þá lít ég á það sem ákveðna viðurkenningu fyrir mig. Það var mjög skýrt frá félaginu að þeir vildu fá mig í ákveðið hlutverk sem skiptir mig líka máli. Ég fann að þeir voru að horfa á mig sem persónu og karakter en ekki bara sem fótboltamann,“ segir Bjarni í tilkynningu Valsmanna. Þar lýsir hann sér sjálfum sem kraftmiklum leikmanni með mikinn metnað: „Ég tel mig vara ákveðinn karakter og ég vil vinna auk þess sem ég er all around góður í fótbolta. Ég mun gera það sem mér er sagt en aðallega einbeita mér að því að dekka réttu svæðin.“ Horfir á leikinn í Víkinni í kvöld Bjarni lék með Fjarðabyggð og KA áður en hann hélt til Noregs eftir að hafa spilað 22 leiki með KA í efstu deild sumarið 2018. Hann er kominn til landsins og mun fylgjast með leik Vals við Víkinga í Fossvoginum í kvöld, í Meistarakeppni KSÍ. „Það var ein ástæða þess að ég dreif mig strax heim því ég vil vera viðstaddur fyrsta leikinn. Tímabilið er einmitt að byrja í Noregi í dag og ég hef verið að æfa mjög vel og er í toppstandi. Ég get ekki beðið eftir því að mæta á mína fyrstu æfingu og verða hluti af þessu frábæra félagi.“ Arnar Grétarsson þjálfari Vals kveðst ánægður með komu Bjarna sem hann segir passa vel inn í það sem þjálfarateymi Vals sé að hugsa: „Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur Valsmenn að fá Bjarna á Hlíðarenda, góður leikmaður sem gerir liðið og hópinn enn sterkari fyrir komandi átök. Áfram hærra,“ segir Arnar í tilkynningu Vals.
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Vonast til að mæta Gylfa í kvöld eftir höfnunina Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, er staðráðinn í að fagna sigri gegn Valsmönnum í kvöld þegar fótboltasumarið hefst með Meistarakeppni KSÍ. 1. apríl 2024 12:31
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn