Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson verða með þátt kvöldsins. Þeir verða í banastuði á Ölveri.
Sérfræðingar þáttarins verða Atli Viðar Björnsson, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Lárus Orri Sigurðsson og Ólafur Jóhannesson eru einnig í sérfræðingateymi sumarsins.
Stúkan verður á dagskrá í allt sumar eftir síðasta leik í hverri umferð og einnig verða markauppjör eftir hvert keppniskvöld.
Bryddað verður upp á nýjungum venju samkvæmt og ein af þeim er að ákveðinn leikmaður verður í einni myndavél allan leikinn. Fyrstur í þessari „player cam“ er Gylfi Þór Sigurðsson á sunnudag. Hægt verður að sjá 90 mínútur af Gylfa á Vísi og Stöð 2 Vísi næsta sunnudagskvöld.
Upphitunarþáttur Stúkunnar hefst klukkan 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.