Virkni enn stöðug og fátt bendir til gosloka Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2024 12:01 Fátt bendir til þess núna að eldgosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn nokkuð stöðug og segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands engin merki um að gosinu sé að ljúka þó slokknað hafi í einum af gígunum þremur. Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Rúmar tvær vikur er nú síðan að eldgos hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells. Þetta er fjórða eldgosið á jafnmörgum mánuðum og það er þegar orðið mun langlífara en hin þrjú. „Við erum ekki að sjá að það sé að draga úr gosinu neitt að sjáanlegu leyti. Það slokknaði í þriðja og langminnsta gígnum yfir helgina en virknin er áfram mjög stöðug í hinum tveimur gígunum. Þar er aðalgígur og svo einn auka. Óróinn er líka bara mjög stöðugur og hraunflæðið líka. Þannig í rauninni erum við ekki að sjá neinn mælanlegan samdrátt í gosinu. Allavega ekki sem stendur. Í rauninni ekkert sem gefur neitt til kynna um að gosið sé eitthvað á leiðinni að hætta,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þannig séu litlar breytingar á gosinu frá því fyrir helgi. „Eina breytingin er að það voru þrír gígar í gangi fyrir helgi. Það er að segja tveir aðalgígar og einn með svona lítilli framleiðslu og það slokknaði á þessum eina litla yfir helgina en það er enn þá stöðug virkni í hinum tveimur.“ Hún segir að íbúa á Reykjanesi mögulega koma til með að finna fyrir gosmengun frá gosstöðvunum í dag og á morgun. „Gasmenungarspáin okkar gerir ráð fyrir því að núna liggur gasið aðallega fyrir Grindavík og til vesturs en svo þegar dregur að kvöldi þá getur gasið farið að berast yfir Hafnir og svo á morgun eða í fyrramáli og í nótt að það fari þá yfir Keflavík og kannski yfir Sandgerði en við fylgjumst bara vel með því og það eru alltaf gefnar út viðvaranir ef það er eitthvað sem mælist.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47 Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Stærsti gígurinn orðinn „formfagur“ Stærsti gígurinn í eldgosinu við Grindavík líkist nokkuð öðrum og eldri gígum á Reykjanesskaga. Erfitt er að nálgast gígana eins og staðan er þessa dagana en nýjar drónamyndir varpa ljósi á hvernig þeir líta út. 28. mars 2024 20:47
Útlit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suðvesturs Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður. 27. mars 2024 14:07