„Ég er rosalega á báðum áttum með FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 11:30 Heimir Guðjónsson sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Þá endaði liðið í 5. sæti Bestu deildar karla. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, veit ekki alveg hvar hann hefur FH skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira