Það var Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sem greindi frá andlátinu á X-síðu sinni í gær.
Perez var faðir ellefu barna og átti 41 barnabarn, átján barnabarnabörn og tólf barnabarnabarnabörn.
Juan Vicente Pérez Mora ha trascendido hacia la eternidad a sus 114 años, tachirense del poblado de El Cobre que le regaló a Venezuela el Récord Guinness por ser el hombre más longevo del mundo. Envío mi abrazo y condolencias a sus familiares y a todo el pueblo de El Cobre estado pic.twitter.com/ieVPosm8dt
— Nicolás Maduro (@NicolasMaduro) April 3, 2024
Perez fæddist í bænum El Cobre í Tachira-héraði 27. maí 1909 og var næstyngstur í tíu barna systkinahópi. Hann hóf snemma störf í landbúnaði þar sem hann vann ræktaði meðal annars sykurreyr og kaffibaunir.
Síðar átti hann eftir að starfa sem lögreglumaður og vann meðal annars að því að vinna úr deilum um jarðir og lóðir.
Hin bandaríska Marya Branyas Morera er sem stendur elsta manneskja heims, en hún er 117 ára.