Sjálfstæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2024 10:44 Helga Vala Helgadóttir hætti á þingi á síðasta ári og sneri sér alfarið að lögmannsstörfum. Vísir/Vilhelm Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar birti pistil á Facebook síðu sinni í morgun þar sem hún spáir fyrir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Hún telur að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni gefa kost á sér til embættis forseta Íslands síðar í vikunni. „Það mun ekki hafa áhrif á líf ríkisstjórnarinnar sem mun starfa áfram undir forystu Sigurðar Inga. Þórdís Kolbrún verður áfram fjármála og Svandís verður innviðaráðherra,“ skrifar Helga. Þá spáir hún því að Bjarkey Olsen eða Bjarni Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, muni taka við matvælaráðuneytinu og vantraustillaga gegn Svandísi Svavarsdóttur því út af borðinu. „Það er ekkert að fara að gerast í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða öðru enda kosningavetur framundan, kosið verður vorið 2025.“ Sjálfstæðis- og framsóknarfólk geti vart dvalið í sama herbergi „Af hverju er þetta svona?“ spyr Helga Vala og kemur svo sjálf með svarið. „Jú, Sjallar treysta framsókn alls ekki fyrir fjármálaráðuneytinu. Þrátt fyrir að allir fjölmiðlar hafi eingöngu fjallað um spennuna á milli XD og VG undanfarin misseri þá er það smáræði miðað við djúpgremju XD í garð Framsóknar.“ Formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn, þar sem sennilega er margt kraumandi undir yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Helga segir fólk innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins varla geta dvalið í sama herbergi. „Enda gerir framsókn bara það sem þeim sýnist og lofa milljörðum hægri vinstri, og ef það er ekki samþykkt við ríkisstjórnarborðið þá er bara farið til formannsins sem finnur aur í jöfnunarsjóðnum.“ Þá fullyrðir hún að forystufólk Sjálfstæðisflokksins vilji kosningar árið 2025 en ekki núna, þó stöku ráðherra sé kominn í kosningaham. „VG vill ekki kosningar núna því þau þurfa að laða að nýtt fólk í framvarðasveitina og Framsókn… tjah… þau hafa verið í kosningabaráttu undanfarna mánuði en formanninum hugnast að verða forsætisráðherra í rúmt ár.“ Þá segist Helga Vala hætt að fussa yfir offramboði kandidata í forsetambættið. „Ég ætla bara að fylgjast spennt með næstu mánuðum enda annálað kosninganörd.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Forsetakosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53 „Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Sér ekki hvernig VG gætu haldið áfram í ríkisstjórn án Katrínar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sér ekki fyrir sér að Vinstri græn geti áfram setið í ríkisstjórn ef Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra býður sig fram til forseta Íslands. Hún sé límið á milli flokksins og hinna ríkisstjórnarflokkanna. 2. apríl 2024 16:53
„Veit að hún er að hugsa málið“ Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. 2. apríl 2024 19:10