Tók símtalið á pabba fyrir Herbert Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2024 20:01 Herbert Guðmundsson er himinlifandi með lífið þessa dagana og feðgunum Birgi og Stefáni tókst vel að beisla hamingju söngvarans í nýja laginu sem kom út í dag. „Ég reyni alltaf að birta upp heiminn,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson sem gaf út nýtt lag í dag, sumarsmellinn Allt á uppleið! Söngvarinn segir lagið eiga vel við á þessum tíma en síminn stoppar ekki og hann hefur í nógu að snúast fram á haust. Stórkanónur eru að baki laginu með Herberti, feðgarnir Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn Stefánsson. „Birgir Steinn hringdi í mig og sagði bara: „Heyrðu ég er búinn að semja lag fyrir þig!“ segir Herbert hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segir um að ræða algjöran sumarsmell og því hafi þeir ákveðið að gefa lagið út nú svo það verði búið að stimpla sig rækilega inn í þjóðarsálina þegar hlýja tekur. „Ég er bjaaartsýnn í daaag,“ syngur Herbert í símtólið. Hann segist elska að vinna með ólíkum tónlistarmönnum. „Svo set ég allta svona mitt tötsj á þetta eða Hebba fílinginn eins og Dóri pródúsent segir alltaf.“ Hann segist varla hafa undan við að taka við bókunum. „Það eru brúðkaup í sumar, útskriftarteiti, afmæli og bara nefndu það. Það eru fáar helgar lausar, þetta er bara þvílík blessun,“ segir Herbert. Hann er nýbúinn að halda sérstaka tónleika í Háskólabíó og segist eiginlega aldrei hafa haft það betra. „Ég var einmitt að koma úr World Class í Laugum. Ég er þrisvar í viku hjá einkaþjálfara. Ég var áður í Sporthúsinu en er búinn að færa mig hingað yfir, maður er með aðgang að betri stofunni og svona og getur farið í sána og infrarauða og svona dóterí.“ Sótti innblástur í eldra lag Herberts Birgir Steinn segir í samtali við Vísi að hann hafi sótt innblástur að laginu í lag Herberts frá árinu 2021, Með stjörnunum. Hann segist lengi hafa verið aðdáandi Herberts. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hebba og ekki bara út af tónlistinni hans heldur líka bara vegna þess hvernig karakter hann er,“ segir Birgir. Hann segist ekki hafa verið lengi að semja lagið. „Ég sótti innblástur í lagið Með stjörnunum og lagið átti alltaf að vera þannig að þú kæmist í gírinn þannig að þig langi að fara að dansa. Auðvitað breyttist lagið aðeins í ferlinu og var kannski aðeins meira 80's í upphafi,“ segir Birgir Steinn hlæjandi. Fannst hann verða að sækja „the big guns“ Birgir Steinn hefur undanfarin ár samið tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn en vinnur samhliða því í eigin plötu sem hann stefnir á að gefa út síðar á þessu ári. Hann segist öllu vanari því að semja texta á ensku en á íslensku. „Mér fannst þetta allt vera svo miklu stærra en að ég gæti bara sest sjálfur niður og skrifað texta á blað. Þannig ég hugsaði að ég yrði að hringja til að „bring out the big guns,“ segir Birgir á léttum nótum og vísar þar að sjálfsögðu til föður síns, Stebba Hilmars. „Pabbi er náttúrulega töluvert betri en ég í að semja íslenskan texta, það verður bara að segjast eins og er. Svo man ég að hann sendi mér uppkast til þess að sýna mér áttina sem hann var að stefna í með textann og spurði hvort þetta væri ekki í lagi. Mig minnir að ég hafi bara sagt: „Er ekki í lagi með þig eða?!“ segir Birgir hlæjandi. Textinn hafi hitt beint í mark. Pabbi hans hafi dúndrað hárréttum orðum niður á blað. „Lagið á að vera kærkominn vorboði, við skulum orða það þannig og það er auðvitað geðveikt að gera þetta með Hebba, sem skilar þessi náttúrulega óaðfinnanlega frá sér.“ Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Birgir Steinn hringdi í mig og sagði bara: „Heyrðu ég er búinn að semja lag fyrir þig!“ segir Herbert hlæjandi í samtali við Vísi. Hann segir um að ræða algjöran sumarsmell og því hafi þeir ákveðið að gefa lagið út nú svo það verði búið að stimpla sig rækilega inn í þjóðarsálina þegar hlýja tekur. „Ég er bjaaartsýnn í daaag,“ syngur Herbert í símtólið. Hann segist elska að vinna með ólíkum tónlistarmönnum. „Svo set ég allta svona mitt tötsj á þetta eða Hebba fílinginn eins og Dóri pródúsent segir alltaf.“ Hann segist varla hafa undan við að taka við bókunum. „Það eru brúðkaup í sumar, útskriftarteiti, afmæli og bara nefndu það. Það eru fáar helgar lausar, þetta er bara þvílík blessun,“ segir Herbert. Hann er nýbúinn að halda sérstaka tónleika í Háskólabíó og segist eiginlega aldrei hafa haft það betra. „Ég var einmitt að koma úr World Class í Laugum. Ég er þrisvar í viku hjá einkaþjálfara. Ég var áður í Sporthúsinu en er búinn að færa mig hingað yfir, maður er með aðgang að betri stofunni og svona og getur farið í sána og infrarauða og svona dóterí.“ Sótti innblástur í eldra lag Herberts Birgir Steinn segir í samtali við Vísi að hann hafi sótt innblástur að laginu í lag Herberts frá árinu 2021, Með stjörnunum. Hann segist lengi hafa verið aðdáandi Herberts. „Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Hebba og ekki bara út af tónlistinni hans heldur líka bara vegna þess hvernig karakter hann er,“ segir Birgir. Hann segist ekki hafa verið lengi að semja lagið. „Ég sótti innblástur í lagið Með stjörnunum og lagið átti alltaf að vera þannig að þú kæmist í gírinn þannig að þig langi að fara að dansa. Auðvitað breyttist lagið aðeins í ferlinu og var kannski aðeins meira 80's í upphafi,“ segir Birgir Steinn hlæjandi. Fannst hann verða að sækja „the big guns“ Birgir Steinn hefur undanfarin ár samið tónlist fyrir ýmsa tónlistarmenn en vinnur samhliða því í eigin plötu sem hann stefnir á að gefa út síðar á þessu ári. Hann segist öllu vanari því að semja texta á ensku en á íslensku. „Mér fannst þetta allt vera svo miklu stærra en að ég gæti bara sest sjálfur niður og skrifað texta á blað. Þannig ég hugsaði að ég yrði að hringja til að „bring out the big guns,“ segir Birgir á léttum nótum og vísar þar að sjálfsögðu til föður síns, Stebba Hilmars. „Pabbi er náttúrulega töluvert betri en ég í að semja íslenskan texta, það verður bara að segjast eins og er. Svo man ég að hann sendi mér uppkast til þess að sýna mér áttina sem hann var að stefna í með textann og spurði hvort þetta væri ekki í lagi. Mig minnir að ég hafi bara sagt: „Er ekki í lagi með þig eða?!“ segir Birgir hlæjandi. Textinn hafi hitt beint í mark. Pabbi hans hafi dúndrað hárréttum orðum niður á blað. „Lagið á að vera kærkominn vorboði, við skulum orða það þannig og það er auðvitað geðveikt að gera þetta með Hebba, sem skilar þessi náttúrulega óaðfinnanlega frá sér.“
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira