Fjórfaldi heimsmeistarinn íhugar að hætta við að hætta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 13:31 Sebastian Vettel hefur hugsað um að hætta við að hætta. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist hafa íhugað það að snúa aftur í íþróttina eftir að hafa lagt kappaksturinn á hilluna árið 2022. Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira