Seðlabankinn dregur úr útlánagetu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. apríl 2024 11:40 Ásgeir Jónsson og Gunnar Jakobsson eiga báðir sæti í peningastefnunefnd sem ákvað í gær að auka bindiskyldu bankanna. Stöð 2/Arnar Ákvörðun Seðlabankans um að auka bindiskyldu bankanna dregur úr peningamagni í umferð og getu bankanna til útlána. Seðlabankinn setur aukna bindiskyldu í beint samhengi við kostnaðinn við að eiga mikinn gjaldeyrisforða. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka. Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað á aukafundi í gær að auka bindiskyldu lánastofnana úr tveimur prósentum af innlánum þeirra í þrjú prósent. Athygli vekur að ákvörðunin var tekin á aukafundi peningastefnunefndar, daginn fyrir aðalfund Seðlabankans í dag, og aðeins hálfum mánuði frá því nefndin greindi frá vaxtaákvörðun hinn 20. mars. Seðlabankinn hefur á undanförnum árum byggt upp mikinn gjaldeyrisforða sem var 790 milljarðar króna um síðustu áramót. Mikill munur er á þeim vöxtum sem gjaldeyrisforðinn er ávaxtaður á í Bandaríkjunum og Evrópu og þeim háu vöxtum sem Seðlabankinn þarf að greiða fyrir lántökur sínar innanlands. Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir aukningu bindiskyldunnar nú segir meðal annars, „að markmiðið sé að dreifa betur kostnaði sem fylgi því að reka sjálfstæða peningastefnu og treysta sjálfbæra fjármögnun gjaldeyrisforða þjóðarinnar.“ Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir aukna bindiskyldu draga úr útlánagetu bankanna.Íslandsbanki Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka segir þessa ákvörðun á vissan hátt koma á óvart. Er verið að láta bankana fjármagna kostnaðinn við gjaldeyrisforðann? „Það má sjálfsagt velta þessu upp á ýmsa vegu. En með þessu er bönkunum þá uppálagt að leggja fé inn á reikninga sína í Seðlabankanum án ávöxtunar og varðveita það þar,“ segir Ellert. Þegar peningastefnunefndin kynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum hinn 20. mars kom fram að enn væri mikil spenna eða þensla í íslensku efnahagslífi. Sumir greinendur segja þessa ákvörðun vera ígildi vaxtahækkunar til bankanna. Ellert vill ekki taka svo djúpt í árinni en segir aukna bindiskyldu fela í sér meiri kostnað fyrir bankana. Hins vegar væri of snemmt að segja til um hvort og þá hver áhrifin verði á kjör bankanna að öðru leyti. Í tilfelli Íslandsbanka þýði þetta að bindiskyldan aukist í kringum tíu milljarðar króna. „Þetta dregur úr peningamagni íumferð. Þetta dregur úr getu bankanna til að veita útlán. Það er íraun og veru það sem þessi aðgerð gerir,“ segir Ellert Hlöðversson fjármálastjóri Íslandsbanka.
Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Vill að bankarnir beri einnig kostnað af ábata sem fylgir stórum gjaldeyrisforða Á sérstökum aukafundi sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans ákveðið að hækka fasta bindiskyldu á lánastofnanir með það að markmiði að „dreifa betur“ kostnaði við að reka peningastefnuna og treysta fjármögnun gjaldeyrisforðans. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem bindiskyldan er hækkuð sem að öðru óbreyttu ætti að minnka svigrúm banka til útlána en hlutabréfaverð þeirra hefur lækkað nokkuð eftir tilkynningu Seðlabankans. 4. apríl 2024 10:50