Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 19:01 Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football Vísir/Getty Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana. Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar. Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar.
Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira