Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. apríl 2024 20:01 Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem segir brýnt að fá fjölbreyttari úrræði fyrir fyrirtæki í bænum. Vísir/Sigurjón Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira