Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 18:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir eftirsjá af Katrínu Jakobsdóttur sem öflugum stjórnmálaleiðtoga. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Katrín, sem hefur leitt ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í sjö ár, greindi frá ákvörðun sinni í dag. Hún ætlar að biðjast lausnar sem forsætisráðherra á sunnudag og segja af sér þingmennsku á mánudag. Þó að lengi hafi verið rætt um mögulegt forsetaframboð Katrínar liggur ekkert fyrir um hver afdrif ríkisstjórnarinnar verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að þó að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi vissulega talað saman undanfarna daga hafi ekki verið hægt að byrja að ræða framhaldið formlega fyrr en ákvörðun Katrínar lá fyrir. „Þegar forsætisráðherra hverfur úr embætti og óskar eftir lausn síns ráðuneytis kallar það á einhverjar breytingar. Það þarf að búa til nýtt ráðuneyti og í raun og veru nýja ríkisstjórn,“ sagði Sigurður Ingi í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kallar á samtal flokkanna þriggja Spurður út í möguleikann á þingkosningum sagði Sigurður Ingi það valkost sem ætti ekki að gleyma. Hann hafi sjálfur talað fryir því að það væri mögulega einfaldasti kosturinn. „Ég útiloka aldrei neitt,“ sagði hann. Þó sagði hann eðlilegast að núverandi ríkisstjórnarflokkar ræddu fyrst saman. Tíminn væri naumur því æskilegt væri að ein ríkisstjórn tæki strax við af annarri. „Það kallar auðvitað bara á samtal við nýja forystu VG og milli Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og þeirra forystu,“ sagði formaður Framsóknarflokksins sem gaf ekkert upp um hvort hann gerði kröfu um að verða forsætisráðherra í áframhaldandi samstarfi flokkanna þriggja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Alþingi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira