Liðsfélagarnir fremstir eftir tímatökur í Japan Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2024 10:31 Sergio Perez og Max Verstappen sultuslakir í Japan. Vísir/Getty Max Verstappen verður á ráspól þegar Formúlu 1 keppnin í Japan fer fram í nótt. Kappaksturinn í nótt verður sýndur beint á Vodafone Sport. Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30. Akstursíþróttir Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Max Verstappen hefur unnið tvo af fyrstu þremur kappökstrum tímabilsins en Carlos Sainz á Ferrari varð fyrstur í þeim þriðja í Ástralíu fyrir tveimur vikum síðan. Verstappen virtist ætla að tryggja sér ráspólinn nokkuð örugglega í nótt eftir yfirburði í fyrstu tveimur hlutum tímatökunnar. Á síðasta hring náði liðsfélagi hans Sergio Perez hins vegar frábærum hring og kom í mark á aðeins 0,066 sekúndum lakari tíma en Verstappen. Liðsfélagarnir í Red Bull verða því tveir fremstir þegar kappaksturinn fer af stað í nótt. Lando Norris á McLaren náði þriðja sætinu á undan áðurnefndum Sainz á Ferrari. Mercedes náði ekki að fylgja eftir ágætu gengi á æfingum. Lewis Hamilton náði sjöunda sætinu og verður í fyrsta skipti á tímabilinu framar en liðsfélagi hans George Russell þegar keppni fer af stað. Topp 10 listinn: 1. Max Verstappen, Red Bull2. Sergio Perez, Red Bull3. Lando Norris, McLaren4. Carlos Sainz, Ferrari5. Fernando Alonso, Aston Martin6. Oscar Piastri, McLaren7. Lewis Hamilton, Mercedes8. Charles Leclerc, Ferrari9. George Russell, Mercedes10. Yuki Tsunoda, RB Formúlu 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport í nótt. Útsending hefst klukkan 4:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira