Að athöfn lokinni óku hjónin í glæsilegri rauðri fornbifreið í veisluna sem fór fram í glæsilega skreyttum Sykursal Grósku þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn vinkonu þeirra hjóna, Mörthu Lindar Róbertsdóttur. Tónlistarmaðurinn Jón Jósep Sveinsbjörnsson, þekktur sem Jónsi Svörtum fötum, tróð upp og fékk gesti með sér í samsöng. Auk þess þeytti fjöllistakonan Margrét Erla Maack skífum fram eftir kvöldi með tilheyrandi dansgleði.
Brúðkaupsdagurinn var draumi líkast líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna. Kjóll Simonu er pantaður að utan og sniðinn til af Malen hjá Eðalklæðum. Jakkaföt Sigurjóns eru úr versluninni Suit Up. Þá á förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Rakel María Hjaltadóttir heiðurinn af förðun og hárgreiðslu brúðarinnar.
Fyrirtækið Sunday & White Weddings fangaði dýrmæt augnablik á stóra deginum.
















Rómantík við hafið
Brúðarmyndatakan fór fram á leynistað ljósmyndarans rétt fyrir utan Akranes.











Ástin kviknaði í ræktinni
Símona og Sigurjón byrjuðu saman 6. apríl 2014 eftir að hafa kynnst í ræktinni. Saman eiga þau eina dóttur, Líf fimm ára.
Hjónin reka saman líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem kviknaði í bílskúrnum árið 2017, og er óhætt að segja heilsa og líkamrækt liti þeirra daglega líf.