Félag Arons greiddi 105 milljónir fyrir eignina í mars árið 2022.
Um er að ræða tveggja herbergja íbúð við Reykjastræti 7 í fjölbýlishúsi sem var reist árið 2019. Eignin er búin sérlega vönduðum innréttingum og fallegu eikarparketi á gólfum.

Eldhús, stofa og borðstofa er í samliggjandi opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Þaðan er útgengt á skjólsælar svalir til austurs. Í eldhúsi er svört vegleg innrétting og rúmgóð eyja með marmara á borðum.
Eitt svefnherbergi er í íbúðinni og stórt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Innaf svefnherbergi er rúmgott fataherbergi með innréttingum úr hnotu.
Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis. Þá kemur fram að innbú getur fylgt með í kaupunum.





Heim í Hafnarfjörðinn
Í október í fyrra festi Aron og kærastan hans Rita Stevens kaup á glænýju 175 fermetra raðhúsi við Stekkjarberg í Hafnarfirði. Sama ár flutti Aron heim eftir fjórtán ár í atvinnumennsku og gekk til liðs við uppeldisfélag sitt í FH.
Aron og Rita eiga saman einn dreng, Lúkas Loga, fjögurra mánaða. Fyrir á parið þrjú börn samtals úr fyrri samböndum.