„Hún er líklega ristarbrotin“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. apríl 2024 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna kvenna í kvöld Vísir/Bára Í kvöld var deildarmyrkvi á sólu og það kannski í takt við þann atburð að Valskonur sáu aldrei til sólar í Njarðvík í kvöld, ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Lokatölur leiksins 96-58 og til að kóróna erfiðan leik þá fór Téa Adams út af meidd og verður líklega ekki meira með. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var sérstaklega óánægður með orkustigið hjá sínum leikmönnum ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. „Það var rosa líf í okkur til að byrja með en svo urðum við rosa eitthvað ragar og flatar í 2. leikhluta og það var í raun alveg framhaldið þangað til í lok þriðja. Þá kom aðeins líf í okkur aftur og smá orka. En það er samt rosa erfitt að vinna körfuboltaleik þegar þú hörfar frá andstæðingnum trekk í trekk. Við þurfum að gera miklu betur ef við ætlum að eiga eitthvað „breik“ í Njarðvík.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það yrði mjög mikilvægt að miðherji liðsins, Ásta Júlía Grímsdóttir héldi sig frá villuvandræðum og þar af leiðandi inni á vellinum. Það gekk ekki eftir en hún var komin með tvær villur strax eftir fjórar mínútur og gat í kjölfarið ekki beitt sér af fullum krafti í vörninni og augljóst að Njarðvíkingar voru meðvitaðir um það. „Algjörlega. Þær voru bara í veislu inni í teignum okkar, því miður. Þær voru svo sem ekkert að setja boltann fyrir utan en gátu skorað eins og þær vildu inn í teig. Auðvitað hafði það mikil áhrif að Ásta fær tvær villur strax og nær ekki að beita sér af krafti varnarlega.“ Aðspurður um meiðslin hjá Téa Adams sagði Hjalti að útlitið væri ekki gott en ef fyrsta greining reynist rétt verður hún væntanlega ekki meira með í vor. „Ég ætla að vona ekki en „hún er líklega ristarbrotin“. Það bara gerist, svona eru íþróttirnar. Maður getur ekki valið það sem gerist inni á vellinum. Hún bara meiðist og við þurfum að fara í myndatöku einn tveir og bingó.“ Þjálfarar tala stundum um að það skipti ekki máli hvort leikur tapist með einu stigi eða 38, og Hjalti tók undir það og stefnir á að reyna að rífa sínar konur í gang fyrir næsta leik. „Eins og þú segir, það er eitt núll og eitt núll er bara eitt núll. Auðvitað er vont að vera svona orkulitlar og vera bara undir í baráttu. Við þurfum bara að rífa okkur upp og gera alvöru leik á föstudaginn. Bara sýna úr hverju við erum gerðar. Það er ekki svona mikill munur á þessum liðum, alveg klárlega.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira