Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 15:40 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti. Vísir/Arnar Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fjármálaráðherra í endurnýjuðu samstarfi ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem var kynnt í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Bjarna í raun hafa verið heiðraðan með því að vera gerður forsætisráðherra þrátt fyrir að hann hafi þurft að segja af sér sem fjármálaráðherra og sé sá ráðherra sem landsmenn treysti síst. „Síðast þegar hann gegndi forsætisráðherraembætti þá fór það ekki vel vegna yfirhylmingar og annars spillingarmáls sem tengdist uppreist æru og barnaníðingum. Þetta er ekki gott „lúkk“ fyrir þessa nýju ríkisstjórn,“ segir Þórhildur Sunna. Sýni að þeim hafi verið alvara með kosningaloforðunum Jákvæðu fréttirnar séu að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu sem Þórhildur Sunna segir að kunni aðeins að stjórna fjármálum með kreddum og úreltri hugmyndafræði sem skili engu og skaði þjóðarhag. Þá sé jákvætt að svo virðist sem að til standi að ljúka við borgarlínu sem hafi legið í dvala með Sjálfstæðisflokkinn í ráðuneytinu. Nú þurfi Framsóknarflokkurinn aftur á móti að standa við stóru orðin og sýna að honum hafi verið alvara með kosningaloforðum sínum. Fram að þessu hafi hann skýlt sér á bak við það að Sjálfstæðisflokkurinn héldi um budduna í fjármálaráðuneytinu. „Munu þau setja á hvalrekaskatt? Munu þau hækka bankaskatt? Ætla þau að gera eitthvað í alvörunni til að byggja upp húsnæði á Íslandi vegna þess að það er það sem brennur á fólinu í landinu núna,“ segir þingflokksformaðurinn. Þórhildur Sunna veltir því einnig fyrir sér hvort að nú standi til að fjármagna eitthvað af loforðum annarra ráðherra Framsóknarflokksins eins og listamannalaun Lilja Alfreðsdóttur eða farsældarfrumvarp Ásmundar Einars Daðasonar. „Nú hafa þau völdin, nú hafa þau áhrifin til þess að standa við stóru orðin og geta ekki falið sig á bak við stóra bróður og sagt að hann hafi bannað þeim að skila sínu,“ segir hún. Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynnti uppstokkun á ráðherraliðinu á blaðamannafundi í dag.Vísir/Vilhelm Virðingarleysi gagnvart þjóðinni Spurð að því hvort að Píratar styddu hugmynd Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um vantraust á nýju stjórnina segir Þórhildur Sunna að hún gerði það. Stjórnin hafi ekki sýnt að henni sé treystandi og hvert upphlaupið reki annað. Það sé orðið að einhvers konar raunveruleikasjónvarpi að fylgjast með ríkisstjórninni ræða sín á milli hvort hún vilji vinna áfram saman eða ekki. „Mér finnst þetta sýna ákveðið virðingarleysi gagnvart þjóðinni. Þau soga til sín alla athyglina í herberginu, það gerist ekkert annað í samfélaginu á meðan þau eru á sínum skiptimarkaði með notuðu ráðherrastólana sína. Þetta er komið gott og ég vona að þau sjái að það þurfi að minnsta kosti að ákveða kjördag og gefa okkur einhvern endapunkt á þessu svo að við vitum að minnsta kosti hvar dagatalið á að byrja að telja niður,“ segir Þórhildur Sunna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn leysi neitt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17 „Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9. apríl 2024 15:12 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fjármálaráðherra í endurnýjuðu samstarfi ríkisstjórnarflokkanna þriggja sem var kynnt í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Bjarna í raun hafa verið heiðraðan með því að vera gerður forsætisráðherra þrátt fyrir að hann hafi þurft að segja af sér sem fjármálaráðherra og sé sá ráðherra sem landsmenn treysti síst. „Síðast þegar hann gegndi forsætisráðherraembætti þá fór það ekki vel vegna yfirhylmingar og annars spillingarmáls sem tengdist uppreist æru og barnaníðingum. Þetta er ekki gott „lúkk“ fyrir þessa nýju ríkisstjórn,“ segir Þórhildur Sunna. Sýni að þeim hafi verið alvara með kosningaloforðunum Jákvæðu fréttirnar séu að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu sem Þórhildur Sunna segir að kunni aðeins að stjórna fjármálum með kreddum og úreltri hugmyndafræði sem skili engu og skaði þjóðarhag. Þá sé jákvætt að svo virðist sem að til standi að ljúka við borgarlínu sem hafi legið í dvala með Sjálfstæðisflokkinn í ráðuneytinu. Nú þurfi Framsóknarflokkurinn aftur á móti að standa við stóru orðin og sýna að honum hafi verið alvara með kosningaloforðum sínum. Fram að þessu hafi hann skýlt sér á bak við það að Sjálfstæðisflokkurinn héldi um budduna í fjármálaráðuneytinu. „Munu þau setja á hvalrekaskatt? Munu þau hækka bankaskatt? Ætla þau að gera eitthvað í alvörunni til að byggja upp húsnæði á Íslandi vegna þess að það er það sem brennur á fólinu í landinu núna,“ segir þingflokksformaðurinn. Þórhildur Sunna veltir því einnig fyrir sér hvort að nú standi til að fjármagna eitthvað af loforðum annarra ráðherra Framsóknarflokksins eins og listamannalaun Lilja Alfreðsdóttur eða farsældarfrumvarp Ásmundar Einars Daðasonar. „Nú hafa þau völdin, nú hafa þau áhrifin til þess að standa við stóru orðin og geta ekki falið sig á bak við stóra bróður og sagt að hann hafi bannað þeim að skila sínu,“ segir hún. Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynnti uppstokkun á ráðherraliðinu á blaðamannafundi í dag.Vísir/Vilhelm Virðingarleysi gagnvart þjóðinni Spurð að því hvort að Píratar styddu hugmynd Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um vantraust á nýju stjórnina segir Þórhildur Sunna að hún gerði það. Stjórnin hafi ekki sýnt að henni sé treystandi og hvert upphlaupið reki annað. Það sé orðið að einhvers konar raunveruleikasjónvarpi að fylgjast með ríkisstjórninni ræða sín á milli hvort hún vilji vinna áfram saman eða ekki. „Mér finnst þetta sýna ákveðið virðingarleysi gagnvart þjóðinni. Þau soga til sín alla athyglina í herberginu, það gerist ekkert annað í samfélaginu á meðan þau eru á sínum skiptimarkaði með notuðu ráðherrastólana sína. Þetta er komið gott og ég vona að þau sjái að það þurfi að minnsta kosti að ákveða kjördag og gefa okkur einhvern endapunkt á þessu svo að við vitum að minnsta kosti hvar dagatalið á að byrja að telja niður,“ segir Þórhildur Sunna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn leysi neitt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17 „Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9. apríl 2024 15:12 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn leysi neitt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17
„Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9. apríl 2024 15:12