Yrði „algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. apríl 2024 06:29 Vilhjálmur hefur verið mjög gagnrýninn á stjórnvöld vegna hvalveiðanna. Vísir/Einar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það myndu verða algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn ef það kæmi í ljós að þeir hefðu ekki tryggt það í viðræðum síðustu daga að hvalveiðar verði leyfðar að nýju. Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, þar sem haft er eftir honum að hann hafi þungar áhyggjur af því að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, muni hafa sömu afstöðu og forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, til veiðanna og hafna umleitan Hvals um heimild til veiða. „Það liggur fyrir samkvæmt mínum upplýsingum að Hvalur hf. skilaði inn erindi til matvælaráðuneytisins í janúar. Það tók ráðuneytið einn og hálfan mánuð að svara því og þar var óskað eftir útskýringum og öðru slíku. Hvalur svaraði því fyrir páska og hefur ekkert svar fengið um það hvort veiðar verði heimilaðar í sumar eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki trúa öðru en að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem hafi haft „mjög hátt“ þegar Svandís frestaði veiðum og lýst stuðningi sínum við hvalveiðar, hafi tryggt í nýjum málefnasamningi að veiðarnar yrðu heimilaðar. „Ef ekki þá yrði það algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Algjör,“ segir Vilhjálmur. Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann trúi ekki öðru en að nýr matvælaráðherra heimili veiðarnar en Bjarkey vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að hún ætti eftir að taka formlega við matvælaráðuneytinu og funda með starfsfólki þess. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Þetta segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið, þar sem haft er eftir honum að hann hafi þungar áhyggjur af því að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, muni hafa sömu afstöðu og forveri hennar, Svandís Svavarsdóttir, til veiðanna og hafna umleitan Hvals um heimild til veiða. „Það liggur fyrir samkvæmt mínum upplýsingum að Hvalur hf. skilaði inn erindi til matvælaráðuneytisins í janúar. Það tók ráðuneytið einn og hálfan mánuð að svara því og þar var óskað eftir útskýringum og öðru slíku. Hvalur svaraði því fyrir páska og hefur ekkert svar fengið um það hvort veiðar verði heimilaðar í sumar eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segist ekki trúa öðru en að Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn, sem hafi haft „mjög hátt“ þegar Svandís frestaði veiðum og lýst stuðningi sínum við hvalveiðar, hafi tryggt í nýjum málefnasamningi að veiðarnar yrðu heimilaðar. „Ef ekki þá yrði það algjör niðurlæging fyrir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn. Algjör,“ segir Vilhjálmur. Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, að hann trúi ekki öðru en að nýr matvælaráðherra heimili veiðarnar en Bjarkey vildi ekki tjá sig um málið í gær að öðru leyti en að hún ætti eftir að taka formlega við matvælaráðuneytinu og funda með starfsfólki þess.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira