„Fyrst og fremst bara ljúft“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2024 12:05 Katrín Jakobsdóttir kvaddi forsætisráðuneytis í morgun og stígur nú inn í kosningabaráttu. vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Dagurinn hófst í forsætisráðuneytinu þar sem Katrín Jakobsdóttir afhenti Bjarna Benediktssyni lykla, eða í raun aðgangspassa, að ráðuneytinu sem hún hefur stýrt í sjö ár og óskaði honum velfarnaðar. Katrín sagðist full tilhlökkunar yfir nýjum kafla en hún stefnir að því að hefja söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð klukkan eitt og þar með formlega kosningabaráttu. Hún sé að kveðja stjórnmálin fyrir fullt og allt. Er ekkert ljúfsárt að kveðja forsætisráðuneytið eftir allan þennan tíma? „Það er fyrst og fremst bara ljúft,“ sagði Katrín og bætti síðan við að það hafi verið forréttindi að gegna embætti forsætisráðherra. Mótmæli eðlilegur þáttur lýðræðis Bjarni sagðist spenntur fyrir komandi verkefnum en á sama tíma stendur yfir undir undirskriftasöfnun undir heitinu „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ og hafa nú ríflega tíu þúsund manns skrifað þar undir á island.is. Hann segir þetta eðlilegan hluta þess að búa í lýðræði. Fólki sé frjálst að mótmæla en hann sæki stuðning sinn til kjósenda. „Og í síðustu kosningum gekk okkur mjög vel. Við vorum sá flokkur sem fékk flest atkvæði og ég fór inn á þing með flest atkvæði að baki mér. Það dugar mér vel til þess að vera í þeirri stöðu sem ég er í,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson er mættur til starfa í forsætisráðuneytinu á ný.vísir/vilhelm Næst tók Sigurður Ingi Jóhannsson við lyklum að fjármálaráðuneytinu þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kvaddi jafnframt eftir einungis um sex mánuða starf. Hún sagði það hafa verið ætlun sína að vera þar lengur og setja sitt mark á ráðuneytið. „Ég var með mjög skýra sýn á hvað ég ætlaði að gera, þannig að öllum væri það ljóst hvers konar nálgun væri hér í fjármála- og efnahagsráðunyetinu. En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan. Og ég er líka hluti af liði.“ Hún tók síðan sjálf aftur við lyklum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna Benediktssyni og sagðist hafa notið sín vel þar. „Ég lagði mig mjög fram um að fólk gæti verið stolt af því hvernig mál eru unnin bæði hér innanlands og utan. Og þar eru málaflokkar sem ég leyfi mér að segja að hafi ekki verið eins mikilvægir í marga áratugi,“ sagði Þórdís. Sigurður Ingi tekur við aðgangspassa á forsætisráðuneytinu - merktum með mynd.vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir tók þá við í innviðaráðuneytinu og sagði að þar yrðu einhverjar áherslubreytingar. „Það segir sig sjálft. Mismunandi reynsla, mismunandi bakgrunnur, mismunandi sýn,“ sagði Svandís. „Mér finnst sjálfri mjög mikilvægt, eins og var raunar sagt í gær, að samgöngusáttmálinn sé í miklum forgrunni og að honum sé lokið. Þannig að það er borgarlínan? „Já, það er borgarlínan.“ Að lokum fékk Bjarkey Olsen lyklana að matvælaráðuneytinu en hún kemur ný inn í ríkisstjórn. Fyrsta verk sé að setja sig inn í málin. „Ég tel mig hafa reynslu og þekkingu til að takast á við þetta verkefni og hlakka óskaplega mikið til,“ sagði Bjarkey.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira