McIlroy upp með sér vegna orða Tigers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2024 15:00 Tiger Woods hefur talað vel um Rory McIlroy í aðdraganda Masters-mótsins. getty/David Cannon Rory McIlroy er upp með sér yfir orðum Tigers Woods að hann geti unnið Masters-mótið sem hefst á morgun. McIlroy hefur unnið öll risamótin í golfi, nema Masters. Hann vann Opna bandaríska 2011, PGA meistaramótið 2012 og 2014 og Opna breska 2014. Norður-Írinn komst næst því að vinna Masters fyrir tveimur árum þegar hann endaði í 2. sæti á eftir Scottie Scheffler. Þrátt fyrir að McIlroy hafi ekki unnið risamót í áratug hefur Tiger mikla trú á honum og segir að fyrr en síðar muni hann ná alslemmunni; að vinna öll fjögur risamótin í golfinu. „Engin spurning, einn daginn mun hann gera það,“ sagði Tiger sem er einn fimm manna sem hafa unnið öll fjögur risamótin. Hinir eru Jack Nicklaus, Gene Sarazen, Ben Hogan og Gary Player. „Rory er of hæfileikaríkur, of góður. Hann mun spila á þessu móti í mörg ár í viðbót. Hann vinnur það. Það er bara spurning hvenær. Ég held að Rory verði frábær Masters-sigurvegari einn daginn og það gæti gerst núna.“ McIlroy tók hrósi Tigers fagnandi og var upp með sér vegna orða Bandaríkjamannsins. „Það er gaman að heyra besta kylfing allra tíma, að mínu mati, segja eitthvað svona,“ sagði McIlroy. „Þýðir það að það muni gerast? Augljóslega ekki. En hann hefur verið svo að lengi í þessu að hann veit ég á allavega möguleika. Það er ekki eins og ég hafi ekki verið nokkuð góður leikmaður síðustu áratugi.“ McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters 2021 og 2023 en lenti í 2. sæti 2022 eins og áður sagði. Tiger vann Masters síðast 2019. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
McIlroy hefur unnið öll risamótin í golfi, nema Masters. Hann vann Opna bandaríska 2011, PGA meistaramótið 2012 og 2014 og Opna breska 2014. Norður-Írinn komst næst því að vinna Masters fyrir tveimur árum þegar hann endaði í 2. sæti á eftir Scottie Scheffler. Þrátt fyrir að McIlroy hafi ekki unnið risamót í áratug hefur Tiger mikla trú á honum og segir að fyrr en síðar muni hann ná alslemmunni; að vinna öll fjögur risamótin í golfinu. „Engin spurning, einn daginn mun hann gera það,“ sagði Tiger sem er einn fimm manna sem hafa unnið öll fjögur risamótin. Hinir eru Jack Nicklaus, Gene Sarazen, Ben Hogan og Gary Player. „Rory er of hæfileikaríkur, of góður. Hann mun spila á þessu móti í mörg ár í viðbót. Hann vinnur það. Það er bara spurning hvenær. Ég held að Rory verði frábær Masters-sigurvegari einn daginn og það gæti gerst núna.“ McIlroy tók hrósi Tigers fagnandi og var upp með sér vegna orða Bandaríkjamannsins. „Það er gaman að heyra besta kylfing allra tíma, að mínu mati, segja eitthvað svona,“ sagði McIlroy. „Þýðir það að það muni gerast? Augljóslega ekki. En hann hefur verið svo að lengi í þessu að hann veit ég á allavega möguleika. Það er ekki eins og ég hafi ekki verið nokkuð góður leikmaður síðustu áratugi.“ McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters 2021 og 2023 en lenti í 2. sæti 2022 eins og áður sagði. Tiger vann Masters síðast 2019. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira