Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 15:18 Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, eins og flestir þekkja hana mótmælti á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Birgir Ármannson, forseti þingsins, sagði um sjö mínútum yfir 15 að mótmælendur yrðu að víkja og hafa þögn. Bjarni byrjaði að tala stuttu áður. Magga Stína var ósátt við yfirlýsingar Bjarna um útlendingamál.Vísir/Vilhelm Á meðan Bjarni talaði hrópaði Magga Stína að honum. Tveimur öðrum var vísað af þingpöllunum vegna hávaða. Bjarni gerði hlé á máli sínu á meðan hrópað var að honum í stutta stund en hélt svo áfram eftir að forseti þingsins bað mótmælendur að hafa þögn. Magga Stína hefur verið áberandi á mótmælum vegna átaka á Gasa. Þegar hún hrópaði að Bjarna var hann í yfirlýsingu sinni að ræða frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál og að það væri grundvallaratriði að þau yrði kláruð á þessu þingi sem nú stendur yfir. „Traust landamæri eru grundvallaratriði í fullveldi hvers ríkis. Séríslenskar reglur mega ekki auka þrýsting á landamærin á Íslandi þannig að innviðir gefi eftir,“ sagði Bjarni og að við þyrftum að bera okkur saman við okkar nágrannaríki. Möggu Stínu var fylgt út. Vísir/Vilhelm „Ástandið eins og það sem við höfum horft upp á undanfarin misseri er ósjálfbært og óásættanlegt. Stjórn á fjölda þeirra sem hingað sækja er forsenda þess að við getum tekið vel á móti þeim sem eiga rétt á að fá hér skjól,“ sagði Bjarni og þá byrjaði Margrét að hrópa. Annað atvikið á stuttum tíma Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis fyrir um mánuði síðan sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var þá í pontu nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Maðurinn sem hrópaði og kallaði sagðist síðar ekki trúa því að hann hefði gert það. Hægt er að fylgjast með yfirlýsingu forsætisráðherra og umræðum um hana hér að neðan.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Viss um að Svandís yfirgefi Bjarna eins og Katrín Þingkona Viðreisnar er viss um að ríkisstjórnin lifi ekki af kjörtímabilið. Þingkona Pírata segist þreytt á því að hugsa um það og segist hætt að hugsa um það. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fullvíst að ríkisstjórnin þrauki fram að kosningum næsta haust. Þetta kom fram í Pallborði á Vísi í dag. 10. apríl 2024 14:50