Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2024 11:06 Reglulega hefur verið fjallað um húsið við Geirsgötu í fjölmiðlum í tímans rás. Kallað var eftir andlitslyftingu í þessari grein sem birtist árið 1977. Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+. Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Við mæltum okkur mót við Tómas Tómasson, Tomma, á Geirsötunni í Íslandi í dag í gærkvöldi. Tilefnið er tuttugu ára afmæli Búllunnar, sem opnuð var í húsinu 10. apríl 2004. Í mars 2003, ári áður en Búllan var opnuð, birtist greinarstúfur í Fréttablaðinu um húsið við Geirsgötu. „Lítið hrörlegt hús sem má muna sinn fífil fegurri,“ segir greinarhöfundur. Nú, rúmum tuttugu árum síðar, hefur Geirsgatan endurheimt forna frægð. Húsið var reist árið 1946, teiknað árið áður af arkitektunum EInari Sveinssyni og Gunnari Ólafssyni, og Tommi þekkir sögu þess vel. „Þá voru hérna þrjú fyrirtæki. Kaffi Skeifan var þeim megin sem Geirsgatan er, hinum megin var Hafnarvigtin, sem vigtaði allan fisk sem kom úr sjónum. Í turninum var svo lítil sjoppa sem seldi sælgæti og sígarettur. Hérna var mikið um að vera. Á góðum degi meðan höfnin var og hét höfðu tvö hundruð manns fengið sér kaffi og rúnstykki klukkan átta á morgnana,“ segir Tommi. En samhliða breytingum á hafnarsvæðinu slokknaði lífið í hverfinu. Húsið við Geirsgötu hafði staðið autt í fimm ár og var nánast orðið fokhelt þegar Tommi sá það auglýst í Morgunblaðinu. „Það var bara algjör tilviljun. Ég var orðinn soldið blankur og áttaði mig á því að ég þurfti að byrja að vinna aftur, 56 ára gamall, og þetta húsnæði stóð autt. Ég sá í Mogganum einhverja grein um að það ætti að leigja það út, eigandinn hafði reyndar ekki hugmynd um að það ætti að leigja það út, en einhvern veginn samþykkti hann það og við létum reyna á þetta.“ Brot úr viðtalinu við Tomma í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn eins og hann leggur sig er aðgengilegur áskrifendum í frelsiskerfi Stöðvar 2 á Stöð 2+.
Veitingastaðir Reykjavík Tímamót Ísland í dag Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira