Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. Tindastóll lék í fyrsta sinn í efstu deild 2021 en stoppaði stutt við þá. Liðið leiðrétti þau mistök hins vegar strax, lenti í 2. sæti Lengjudeildarinnar 2022 og vann sér sæti í Bestu deildinni á ný. Stólarnir héldu sér svo uppi í fyrra með því að enda í 7. sæti. Liðið leikur því áfram í Bestu deildinni í sumar. grafík/bjarki Stærstu tíðindin af Króknum í vetur eru þau að Murielle Tiernan er farin í Fram. Bandaríski framherjinn lék í fimm ár með Stólunum og skoraði 98 mörk í 102 deildarleikjum fyrir þá. Reyndar voru aðeins tíu í Bestu deildinni en Murielle skilur samt eftir sig stórt skarð sem erfitt gæti reynst að fylla. grafík/bjarki Sú sem á að gera það er Jordyn Rhoades, markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans vestanhafs. Mikil ábyrgð er á hennar herðum en hún þarf líka að fá hjálp hjá félögum sínum í framlínunni, meiri en Murielle fékk í fyrra. Tindastóll skoraði aðeins fjórtán mörk í hefðbundinni deildarkeppni en lagaði tölfræðina talsvert með því að skora tíu mörk í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Stólarnir fengu einnig annan leikmann úr bandaríska háskólaboltanum; miðjumanninn Gabrielle Johnson. Þá var mikilvægt að halda markverðinum Monicu Wilhelm og varnarmanninum Gwendolyn Mummert frá síðasta tímabili. Í leikmannahópi Tindastóls er nokkuð þéttur kjarni heimastúlkna og þjálfarinn, Halldór Jón Sigurðsson, er reyndur og fær. Hann vill eflaust sjá Stólana nýta heimavöllinn aðeins betur en í fyrra. Liðið vann til að mynda fleiri útileiki (4) en heimaleiki (3) í fyrra. Ef það verður lagað aukast möguleikar Tindastóls á að vera réttu megin við strikið í lok móts verulega. Lykilmenn Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður Fylgist með Birgitta Rún Finnbogadóttir fékk nasanefinn af Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á Birgitta eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Í besta/versta falli Ef Rhodes fyllir Murielle-skarðið og Stólarnir ná að byggja ofan á gott síðasta sumar getur liðið endurtekið leikinn frá því í fyrra og náð 7. sætinu. Úrslitakeppni efri hlutans virðist hins vegar ansi fjarlægur draumur. En ef hlutirnir ganga ekki upp og Stólarnir falla ofan í fen annars tímabilsins gætu þeir hæglega fallið. Besta deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01 Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Tindastóli 8. sæti Bestu deildarinnar í sumar og liðið endi einu sæti neðar en á síðasta tímabili. Tindastóll lék í fyrsta sinn í efstu deild 2021 en stoppaði stutt við þá. Liðið leiðrétti þau mistök hins vegar strax, lenti í 2. sæti Lengjudeildarinnar 2022 og vann sér sæti í Bestu deildinni á ný. Stólarnir héldu sér svo uppi í fyrra með því að enda í 7. sæti. Liðið leikur því áfram í Bestu deildinni í sumar. grafík/bjarki Stærstu tíðindin af Króknum í vetur eru þau að Murielle Tiernan er farin í Fram. Bandaríski framherjinn lék í fimm ár með Stólunum og skoraði 98 mörk í 102 deildarleikjum fyrir þá. Reyndar voru aðeins tíu í Bestu deildinni en Murielle skilur samt eftir sig stórt skarð sem erfitt gæti reynst að fylla. grafík/bjarki Sú sem á að gera það er Jordyn Rhoades, markahæsti leikmaður í sögu Kentucky háskólans vestanhafs. Mikil ábyrgð er á hennar herðum en hún þarf líka að fá hjálp hjá félögum sínum í framlínunni, meiri en Murielle fékk í fyrra. Tindastóll skoraði aðeins fjórtán mörk í hefðbundinni deildarkeppni en lagaði tölfræðina talsvert með því að skora tíu mörk í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Stólarnir fengu einnig annan leikmann úr bandaríska háskólaboltanum; miðjumanninn Gabrielle Johnson. Þá var mikilvægt að halda markverðinum Monicu Wilhelm og varnarmanninum Gwendolyn Mummert frá síðasta tímabili. Í leikmannahópi Tindastóls er nokkuð þéttur kjarni heimastúlkna og þjálfarinn, Halldór Jón Sigurðsson, er reyndur og fær. Hann vill eflaust sjá Stólana nýta heimavöllinn aðeins betur en í fyrra. Liðið vann til að mynda fleiri útileiki (4) en heimaleiki (3) í fyrra. Ef það verður lagað aukast möguleikar Tindastóls á að vera réttu megin við strikið í lok móts verulega. Lykilmenn Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður Fylgist með Birgitta Rún Finnbogadóttir fékk nasanefinn af Bestu deildinni í fyrra og spilaði mikið í Lengjubikarnum í vetur. Líkt vinkona hennar í Tindastólsliðinu, Elísa Bríet Björnsdóttir, er Birgitta frá Skagaströnd. Og þrátt fyrir að vera fædd 2008 á Birgitta eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í sumar. Í besta/versta falli Ef Rhodes fyllir Murielle-skarðið og Stólarnir ná að byggja ofan á gott síðasta sumar getur liðið endurtekið leikinn frá því í fyrra og náð 7. sætinu. Úrslitakeppni efri hlutans virðist hins vegar ansi fjarlægur draumur. En ef hlutirnir ganga ekki upp og Stólarnir falla ofan í fen annars tímabilsins gætu þeir hæglega fallið.
Bryndís Rut Haraldsdóttir, 29 ára varnarmaður Laufey Harpa Halldórsdóttir, 23 ára varnarmaður Jordyn Rhodes, sóknarmaður
Besta-spáin 2024: Ætla að gera falldrauginn afturreka úr Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 12:01
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00